SSG Workflow - Þægilegur viðbótareiginleiki fyrir stafræn starfsleyfi
Pappírsmiðuð verkferli geta verið tímafrek - en lausnin er komin! Workflow er viðbótareiginleiki í SSG On site sem gerir kleift að stafvæða ferlin við umsýslu með starfsleyfum.
Þetta getur tengst öllum daglegum rekstri, en einnig starfsleyfum, til dæmis:
- Stafræn akstursleyfi (gaffallyftarar, lyftibúnaður og færanlegir vinnupallar)
- Aðgangsleyfi fyrir tiltekin svæði á starfsstöðinni
- Heit vinna
- Vinna í lokuðum rýmum
- Meðhöndlun íðefna
Lækkaðu kostnað með Workflow
Dæmi: Með því að nota viðbótareiginleikann Workflow í eitt ár getur þú sparað svona mikinn tíma og tilföng að meðaltali:
- Fjöldi útgefinna starfsleyfa á ári: 10.000
- Tímasparnaður við umsýslu hvers leyfis: 20 mínútur
- Tímakostnaður fyrir hvern starfsmann: 500 SEK
- Áætlaðu sparnaður: 1,67 milljónir SEK*
*Sparnaðurinn er áætlaður með hliðsjón af umsýsluþáttum eins og tíma og tilföngum. Áætlaður sparnaður byggir á fyrirliggjandi viðskiptavinum og getur breyst eftir sértæku verkflæði og sértækum forsendum fyrirtækisins hverju sinni.
Samþætting við skjái einfaldar yfirsýnina
- Fylgstu með öllum núgildandi og væntanlegum starfsleyfum í rauntíma, með uppfærðum og ítarlegum upplýsingum.
- Kortið veitir skýra, sjónræna yfirsýn og auðveldar samþættingu, sem eykur öryggi og einfaldar ákvarðanatöku.
- Stuðningur við gagnvirka skjái – fyrir skilvirkari samskipti og betri stjórn á tilföngum og áhættu.
Viltu vita meira?
Sendu inn upplýsingar þínar og við höfum samband fljótlega