header_contractors

SSG öryggisnámskeið

SSG öryggisnámskeiðið er netnámskeið þar sem þátttakendur öðlast grunnþekkingu og aukna vitund um áhættu á vinnustað. Með námskeiðinu eykst þekking á því hvernig takast skuli á við ólíka áhættuþætti við dagleg störf. Markmið námskeiðsins er að bæta öryggismenningu og þannig draga úr slysum á vinnustað.


Það tekur u.þ.b. tvær klukkustundir að ljúka SSG öryggisnámskeiðinu. Þú getur setið námskeiðið hvar og hvenær sem er, svo framarlega sem þú hefur aðgang að nettengingu. Námskeiðinu lýkur með lokaprófi og vottunin gildir í þrjú ár.

 

For information in  English, please press here.

1. Skrá fyrirtæki 2. Bæta við notendum 3. Úthluta námskeiðum 4. Eftirfylgni

Hafðu samband

Skref 1. Skrá fyrirtæki

Til að taka þátt í öryggisnámskeiðinu þarft þú að fylgja þessum leiðbeiningum:
Fyrst þarftu að fylla út upplýsingar um fyrirtækið þitt á umsóknareyðublaði SSG öryggisnámskeiðsinshérna
Vinsamlegast athugaðu að vegna tímamunar getur úrvinnslutími verið breytilegur þar sem við eru staðsett í Svíþjóð (CET+1). Þegar umsóknin hefur borist okkur munum við skrá fyrirtækið þitt innan 8 til 16 vinnustunda. Þú eða sá aðili sem þú skráðir sem stjórnanda fær sendan tölvupóst með innskráningarupplýsingum. Vefþjónusta SSG stjórnar þjónustunni frá þínum enda. Næst skráir stjórnandinn sig inn og bætir við notendunum og úthlutar svo þeim námskeiðum sem eru nauðsynleg.

Greiðslur og reikningar

Gjaldið fyrir þátttöku í SSG-grunnöryggisnámskeiðinu fyrir verktaka er kr. 21.725,- fyrir hvern skráðan notanda. Staðbundnu námskeiðin eru innifalin að kostnaðarlausu.

Skrá fyrirtæki

Skref 2. Bæta við notendum


Sem stjórnandi hefur þú heimild til að bæta við starfsfólki og úthluta þeim hlutverki.

Fylgdu leiðbeiningunum hér að neðan:

  1. Skráðu þig inn hér til að stjórna námskeiðum og notendum.
  2. Byrjaðu með því að smella á Notendur og síðan á Bæta við notanda.
  3. Veldu hlutverk fyrir notandann, Nemi eða Stjórnandi.
  4. Fylgdu leiðbeiningunum með því að slá inn kennitölu og smella á Staðfesta.
    Ef viðkomandi einstaklingur er þegar skráð/ur í kerfinu okkar munu persónuupplýsingar birtast. Ef þörf krefur getur þú uppfært samskiptaupplýsingar notandans og smellt svo á Næst.

Bæta við notendum

Skref 3. Úthluta námskeiðum

Stjórnandinn getur úthlutað starfsfólki námskeið. Fylgdu leiðbeiningunum hér að neðan:

  1. Skráðu þig inn hér til að stjórna námskeiðum og notendum.
  2. Smelltu á Námskeið í valmyndinni vinstra megin og svo á Úthluta netnámskeiðum.
  3. Veldu þá þjálfun sem krafist er af listanum sem er að finna í Námskeið í boði.
  4. Smelltu á Næsta skref til að bæta við nemanda/þátttakanda og smelltu svo aftur á Næsta skref til að staðfesta skipunina.

Þátttakandanum hefur nú verið úthlutað námskeiðið og tilkynning með aðgangskóða að þjálfuninni er send á skráða netfangið.

Úthluta námskeiði

Skref 4. Eftirfylgni

Sem stjórnandi getur þú fylgst með framgangi notenda þinna á námskeiðunum.

Sem stjórnandi getur þú fylgst með framgangi notenda þinna á námskeiðunum. Fylgdu leiðbeiningunum hér að neðan til að gera það:

  1. Skráðu þig inn hér til að stjórna námskeiðum og notendum.
  2. Smelltu á Námskeið í valmyndinni vinstra megin.
  3. Auðveldasta leiðin til að sjá öll námskeið og það hver tekur þátt í þeim er að slá inn nafn þátttakanda í tilteknu námskeiði með frjálsri textaleit og smella á leita.
  4. Þú getur raðað eftir nafni, stöðu, hvort námskeiði hafi verið lokið eða ekki, eða gildistíma. Þú getur líka síað með því að leita eingöngu að námskeiði í fellivalmyndinni eða með því að nota frjálsa textaleit.
  5. Síðan er hægt að prenta listann sem PDF- eða Excel-skrá.

Skoða framvindu námskeiðs

Tekur þú þátt í námskeiði?

Smelltu hér að neðan til að skrá þig inn og hefja námskeiðið sem þér var úthlutað.

Hefja námskeið

Kerfiskröfur fyrir innri vef (My SSG) og vefnámskeið

Fyrir bestu mögulegu notendaupplifun mælum við með eftirfarandi kerfiskröfum

  • Nýjustu útgáfur af Chrome, Edge, Firefox eða Safari
  • Heyrnartól eða hátalara til að hlusta myndbönd og upplesna texta
  • Nettengingu með að lágmarki 1 Mbit/s
  • Það verður að leyfa sprettiglugga í vafranum þínum

SSG On site forritið

Forritið er lykilþáttur í SSG Öryggishugtakinu og er heildstæð lausn til að tryggja öryggi á vinnustöðum, bæði fyrir starfsfólk og einstaklinga sem heimsækja vinnustaðinn. Svo allir komist heilir heim að loknum vinnudegi! Hægt er að sækja forritið gjaldfrjálst á App Store (iOS) eða Google Play (Android)

appstore-badge-knapp-eng.pnggoogle-play-applestore-badge-knapp-eng.png

Símanúmer

Aðstoð: +46 60 14 15 10

Á virkum dögum 07.00-16.00 (GMT +2)
Vinsamlegast athugið að þjónustuverið er lokað í hádeginu á milli 12.00-13.00 (GMT +2)

Algengar spurningar

Hvernig skrái ég mig inn? Hvernig byrja ég námskeiðið? Þú finnur svör við algengum spurningum í algengum spurningum. Þú getur einnig sent okkur spurningar milliliðalaust.

Við hvetjum þig til að hafa samband við þjónustuverið okkar ef þú vilt bera upp spurningu eða ef þú þarft aðstoð með þjónustu okkar.

SSG mun vinna með persónuupplýsingar þínar í samræmi við gagnaverndarstefnu SSG.