Umhverfisstefna SSG Standard Solutions Group

SSG leiðir saman sérfróða aðila í atvinnulífi til að þróa staðlaðar lausnir á veigamestu sviðum vinnuverndar, sjálfbærni og stafrænnar umbreytingar.

Þjónusta SSG stuðlar að því að skapa skilvirkari iðnað og gefur viðskiptavinum tækifæri til að hafa áhrif á þróunina í átt að sjálfbæru samfélagi. Umhverfisstefna SSG var þróuð sem vegvísir um það hvernig við vinnum með umhverfismál hjá SSG og felur í sér skuldbindingu um að vernda umhverfið og koma í veg fyrir mengun.

SSG vinnur með forvirkum hætti að því að lágmarka eigin umhverfisáhrif með umhverfis- og sjálfbærnistefnu í daglegu starfi og í öllum ferlum. Öll starfsemi verður að taka mið af umhverfisáhrifum og fela í sér viðleitni til stöðugra úrbóta.

Veigamestu umhverfisáhrif SSG eru ferðalög, orkunotkun og innkaup. Ferðalög ættu alltaf að vera skipulögð á skilvirkan hátt og nota verður þær samgönguleiðir sem hafa minnst umhverfisáhrif. Ævinlega ber að leggja mat á hvort ferðalagið er nauðsynlegt eða hvort hægt væri að nota netfund í staðinn.

Hjá SSG er lögð áhersla á sparnað í auðlindanotkun og við leggjum okkur fram um að draga úr notkun orku og jarðefnaeldsneytis. SSG reynir að draga úr magni úrgangs og taka mið af lífsferilssjónarmiðum við innkaup. Ævinlega skal taka tillit til umhverfisins. Við eigum samstarf við birgja og samstarfsaðila til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Þann úrgang sem til fellur verður að flokka á upprunastað.

SSG skuldbindur sig til að uppfylla bindandi kröfur sem gerðar eru til fyrirtækisins og leitast við að mæta þeim væntingum sem hagsmunaaðilar hafa til SSG sem birgis og viðskiptafélaga.

Ofangreint á við um alla sem starfa fyrir hönd SSG. Við tökum skuldbindingu okkar og vitund um umhverfismál alvarlega og leggjum ríka áherslu á símenntun.