Skráðu þig á netnámskeið SSG
Svona skráir þú þig á netnámskeið SSG
Ef fyrirtækið er ekki skráð hjá SSG þarf fyrst að skrá fyrirtækið. Við skráningu skal tilgreina þann einstakling sem á að vera stjórnandi, þ.e. svara fyrirspurnum sem varða SSG-námskeið hjá fyrirtækinu.
Nú hefur fyrirtækið fengið aðgang að stjórnandaverkfærinu Learning Admin, en þar er hægt að skrá starfsmenn og úthluta þeim námskeiðum. Einstaklingurinn sem fyrirtækið skráði sem stjórnanda getur séð um þetta.
Hver skráður einstaklingur fær boð sent um að skrá sig inn á vefsvæði SSG og ljúka námskeiðinu.
Námskeiði telst lokið og það staðfest þegar prófi úr námsefninu er lokið með fullnægjandi árangri.