Gátliti fyrir viðhaldsstöðvun

Er bráðum komið að viðhaldshléi? Hér eru nokkur atriði sem er gagnlegt að hafa í huga til að það gangi sem greiðlegast að tengjast þjónustuþáttum SSG.

  • Farðu yfir skipulag við innkomu á tiltekin svæði til að forðast biðraðir, t.d. hvernig verktakar eiga að koma inn og hvaða aðgangshlið á að nota.
  • Athugaðu aðgangskröfur þínar í Access-kerfinu, þannig að kerfið sé rétt sett upp með stillingum fyrir allar samþættingar. Þannig tryggir þú að þeir sem koma inn á starfsstöðina hafi rétta þekkingu og að birgjar og verktakar geti kynnt sér hvaða kröfur gilda.
  • Gakktu úr skugga um að kortalesarar og tölvur séu aðgengileg til að einfalda innkomuferlið og draga um leið úr hættu á að biðraðir myndist.  
  • Ef aðgangskortið er notað við innkomu skal ganga úr skugga um að samþætting þess kerfis við önnur fyrirliggjandi kerfi virki sem skyldi.
  • Fyrir starfsstöðvar sem meta birgja og fylgja þeim eftir í gegnum þjónustuna SSG fyrir birgja: Athugaðu í kerfinu hvort þeir birgjar sem var samið við uppfylla þær kröfur sem gerðar eru og eru samþykktir sem birgjar.
  • Til að forðast að lenda í vandamálum við innkomu er gott að minna verktakann á að ljúka námskeiðum SSG til að hafa uppfyllt allar aðgangskröfur áður en komið er á starfsstöðina.
  • Gefið þið færi á að hægt sé að ljúka SSG-námskeiði fyrir innkomu á starfsstöðina, þ.e. fyrir þau sem ekki uppfylla kröfur? Gætið þess að til þess ætlað rými með tölvum sé til staðar, ef þannig ber undir.  
  • Uppfærðu upplýsingarnar í SSG On site svo þær séu alltaf réttar og nákvæmar. Þannig hafa allir á staðnum aðgang að réttum upplýsingum. Hvetjið bæði starfsfólk ykkar og gesti til að sækja forritið í gegnum App Store eða Google Play.          
  • Gættu þess að verkferli fyrir umsýslu akstursleyfa og bílastæða séu til staðar.    
  • Yfirfarðu og pantaðu upplýsingaefni, svo sem samantektar- og upplýsingablöð. Sem stjórnandi þjónustunnar SSG On site getur þú auðveldlega skráð þig inn og fundið hvert það efni sem gæti verið nauðsynlegt.

Þarftu frekari aðstoð?

Við hjá SSG vitum af reynslunni hvað þarf til að vöruferilsstjórnun gangi snurðulaust fyrir sig meðan á viðhaldsstöðvun stendur. Við aðstoðum með ánægju, til dæmis við að safna tölfræðiupplýsingum um námskeið á staðnum, eiga persónuleg samtöl með tillögum að lausnum og leiðbeiningar um hvað er gott að hafa í huga fyrir viðhaldsstöðvun. Hafið endilega samband við okkur til að fá frekari upplýsingar og tilboð..