SSG Iceland Safety Course
Þetta er gagnvirkt og vottað öryggisnámskeið þar sem fjallað er um heilsuvernd, öryggi, almenna ábyrgð, hættulega verkþætti, umhverfið okkar og neyðartilvik. Námskeiðið er ætlað öllum starfsmönnun iðnaðarfyrirtækja á Íslandi, einnig þeim sem starfa í umhverfi sem er yfirleitt ekki fjallað um á námskeiðum sem þessu.
SSG Iceland Safety Course er undirstöðunámskeið í öryggismálum, með sérstakri áherslu á heilsuvernd, öryggi og umhverfi. Námskeiðið fer fram á netinu og er ætlað almennum starfsmönnum, verktökum og stjórnendum á Íslandi. Markmiðið með námskeiðinu er að veita víðtækan skilning á mikilvægum þáttum sem varða heilsuvernd, öryggi og umhverfi, óháð hlutverki innan fyrirtækisins. Á þessu námskeiði öðlast þátttakendur sameiginlegan grunn og aukna vitund um hvernig skapa megi öruggt og traust vinnuumhverfi.
Á námskeiðinu er fjallað um mikilvæg atriði eins og skilning á vinnuverndarmálum, hættur á vinnustað og hvernig best er að vinna fyrirbyggjandi,sem og hvernig á að bregðast við tilvikum. Námskeiðið getur einnig veitt fyrirtækjum umsýsluaðstoð við að halda utan um hvaða starfsmenn hafa sótt námskeiðið. Gagnagrunnur sem inniheldur upplýsingar um þátttakendur sem hefur verið gert skylt að sækja námskeið, hafa hafið námskeið og hafa lokið námskeiði er aðgengilegur stjórnendum hjá hverju fyrirtæki.
Efni námskeiðsins
Meðal þess sem námskeiðið fjallar um er:
- Heilsuvernd og öryggi
- Almenn ábyrgð
- Hættuleg vinna
- Umhverfið okkar
- Neyðartilvik
Gerir þín starfsstöð kröfu um að starfsmenn hafi lokið SSG Iceland Safety Course?
Leita eftir starfsstöð, staðsetningu eða landi.
Framkvæmd
Námskeiðið fer fram á netinu og þar eru stuttir upplýsingaþættir fléttaðir saman við myndefni, raundæmi, sviðsmyndir og verkefni, sem er ætlað að stuðla að virkri þátttöku. Að námskeiði loknu er hægt að sækja rafrænt prófskírteini.
Markhópur
Námskeiðið er ætlað almennum starfsmönnum, verktökum og stjórnendum á Íslandi.
Viltu vita meira?
Sendu inn upplýsingar þínar og við höfum samband fljótlega