""

Þegar það eru töluð mörg tungumál á vinnustaðnum

17 október 2025

Sífellt stærri hluti starfsmanna sem vinna í iðnaði tala erlend tungumál, þá einkum starfsfólk sem sinnir viðhaldi og ýmsum tengdum störfum. Ef tungumálakunnáttu er áfátt getur þurft að innleiða sérstakar ráðstafanir til að tryggja að allir geti lesið og skilið það efni sem þeir þurfa að nota í starfi, t.d. öryggisleiðbeiningar.

Pia Vuorinen, yfirmaður heilbrigðis- öryggis og umhverfismála hjá SSG í Finnlandi, gefur góð ráð um hvernig á að vinna með mörg mismunandi tungumál innan sama vinnustaðar.

Það er lítið mál að þýða leiðbeiningar á hin ýmsu tungumál, en eru skriflegar leiðbeiningar endilega skilvirkasta og öruggasta leiðin til að miðla upplýsingum? Sjónræn hjálpargögn, svo sem skýringarmyndir, ljósmyndir og myndskeið eru oft árangursríkasta aðferðin - ekki bara við nýliðaþjálfun, heldur geta slíkar leiðir einnig gagnast vel í daglegu starfi, ekki síst í hávaðasömu vinnuumhverfi.

Sum fyrirtæki nota myndskeið sem sýna framleiðsluaðferðir og verkferli, til dæmis í tengslum við rétta notkun vinnu- og hlífðarfatnaðar. Til að staðfesta að upplýsingarnar hafi komist til skila getur verið gott að biðja starfsmanninn að sýna í verki hvernig á t.d. að lyfta á vinnuvistfræðilega réttan hátt.

Í fjölþjóðlegu vinnuumhverfi geta komið upp margs konar menningarárekstrar sem þarf að leysa úr. Þá er mikilvægasta reglan sú að öll störf þarf að vinna í samræmi við gildandi lög í því landi þar sem vinnan fer fram. Við sérstakar aðstæður, svo sem þær sem varða heilsu eða starfsaðstæður, er æskilegt að nota túlk til að tryggja að allir aðilar geri sér ljósa grein fyrir réttindum sínum.

Hvernig er hægt að undirbúa sig?

  • Ef um er að ræða teymi frá undirverktaka gæti t.d. verið gott að samningsbinda kröfu um að teymisstjóri/umsjónarmaður tali og skilji eitthvert tungumál sem bæði teymismeðlimir og ábyrgur umsjónarmaðuri hjá fyrirtæki viðskiptavinar tala einnig og skilja (oft enska).
  • Annað dæmi gæti verið þegar fyrirtæki ræður til sín hóp þar sem starfsmenn eru enn ekki búnir að læra málið og þekkja hugsanlega ekki vel vinnuumhverfið og starfsvenjurnar í nýja landinu. Í slíkum tilvikum er æskilegt að teymismeðlimirnir og fulltrúar fyrirtækisins sem réði starfsmennina fari sameiginlega yfir forsendur, væntingar og starfsvenjur áður en vinnan hefst.
  • Þá þarf að vera búið að þýða allar mikilvægustu leiðbeiningar og upplýsingar á viðkomandi tungumál. Ef fyrirtækið er þegar með einstakling í vinnu sem kann viðkomandi tungumál er gott að fá hann til að aðstoða við slíka kynningu. Einnig er hægt að nota ýmiss konar forrit til að þýða leiðbeiningar og upplýsingar á einfaldan hátt.
  • Fyrirtækið þarf einnig að upplýsa og leiðbeina eigin starfsmönnum um það sem er ætlast til af þeim við innleiðingu og þjálfun nýrra starfsmanna, sem þurfa til dæmis hugsanlega að temja sér nýjar vinnuaðferðir.
  • Einnig ætti að hvetja til samheldni og í nærsamfélaginu á vinnustaðnum, t.d. með því að hika ekki við að spyrja spurninga og tala um eitthvað annað en vinnuna í matar- og kaffihléum.