""

SSG beinir sjónum að Östersund í leit sinni að kerfisþróunaraðilum

17 október 2025

UT-deildin hjá SSG Standard Solutions Group hefur stækkað hratt og mikið undanfarin ár og sér fram á að þurfa að fjölga verulega í hópi forritara og kerfisfræðinga.

– Þjónustuþættir SSG hafa verið í stöðugri þróun og aðkoma okkar að verkefnum í öðrum löndum aukist og því þurfum við sífellt að styrkja og þróa UT-deildina okkar. Þótt starfsemi okkar sé að vaxa og aukast meira en nokkru sinni í sögu fyrirtækisins erum við sífellt að greina ný tækifæri til frekari þróunar og það kallar á fleiri kerfisfræðinga, segir Tony Godin, teymisstjóri fyrir UT-þróun og UT-prófanir hjá SSG.

Tony Godin, teymisstjóri fyrir UT-þróun og UT-prófanir hjá SSG.

SSG er sífellt að leita að nýjum starfsmönnum með þá færni sem nýtist okkur og hefur nú í hyggju að setja upp litla UT-starfsstoð í Östersund. Það liggur fyrir að við munum ráða starfsmann þangað frá næstu áramótum og til lengri tíma vonumst við til að fjölga í starfsmannahóp okkar á Jämtland-svæðinu.

Í UT-bækistöðvunum í Sundsvall er mikil eftirspurn eftir kerfisfræðingum og forriturum og með því að bæta við starfsstöð í Östersund viljum við laða enn fleiri til okkar hjá SSG.

– Östersund er mikilvægur staður fyrir okkur því við vitum að á því svæði er mikið af færum forriturum og kerfisfræðingum. Östersund og Jämtland eru spennandi og kraftmikil svæði sem laða til sín fólk frá öðrum svæðum landsins sem vill gjarnan samþætta spennandi atvinnutækifæri við lífsstíl sem er öðru vísi en í stærri borgum. Auk þess er ekki lengra en svo til aðalskrifstofunnar okkar í Sundsvall en að það er hæglega hægt að aka þangað á fundi, segir Tony Godin.

Í Östersund munum við geta boðið starfsmönnum starfsaðstöðu sem verður eins konar tengiskrifstofa við aðalskrifstofuna í Sundsvall. Við munum leggja alla áherslu á upplýsingatækni og kerfisþróun og starfsmönnum verður boðið upp á sömu frábæru launakjörin og öðrum starfsmönnum fyrirtækisins.