Stoðþjónustuteymi SSG er þér innan handar árið um kring
17 október 2025
Það var svolítið rólegra hjá okkur yfir sumarið, en nú er stoðþjónustudeild SSG Standard Solutions Groups mætt á vaktina aftur. Teymið er þess albúið að svara öllum spurningum, veita handleiðslu og tryggja að bæði notendur og viðskiptavinir fái þá aðstoð sem þeir þurfa - persónulega, hraðvirka og skilvirka aðstoð.

Joel Mårtensson, yfirmaður stoðþjónustudeildar SSG.
– Sumarið hefur verið rólegt og ekki jafn erilsamt og oft áður, en nú erum við önnum kafin og hlökkum til að veita okkar viðskiptavinum nauðsynlegan stuðning í þeirra verkefnum, segir Joel Mårtensson, yfirmaður stoðþjónustudeildar SSG.
Stoðþjónustan okkar er eins og fyrr aðgengileg í síma, með tölvupósti og gegnum vefgátt SSG. Teymið okkar er albúið að leysa öll vandamál, hvort sem þau varða tæknilega aðstoð, notendaþjónustu eða reikningsstillingar.
– Við viljum að okkar viðskiptavinir finni að þeir geti hvenær sem er leitað til okkar og fengið hjálp. Við viljum gera það eins einfalt og hugsast getur að nota þjónustuna okkar, bætir Joel Mårtensson við.
Algengar spurningar og svör
Á spjallsvæði SSG er einnig að finna svör við ýmsum algengum spurningum og hér eru nokkur dæmi um slíkar spurningar:
Ég er stjórnandi og var að breyta netfangi hjá einum starfsmanna minna, en hán getur samt sem áður ekki skráð sig, hvers vegna?
Sem stjórnandi getur þú aðeins breytt því netfangi sem tilkynningar um námskeið eru sendar á. Ef notandinn þarf að breyta innskráningarupplýsingunum sem slíkum verður hán að hafa samband við stoðþjónustuna okkar, SSG Support.
Ég bjó til boð í tölvupósti sem heppnaðist ekki að senda, þarf ég að búa til nýtt boð eða get ég farið aftur í það sem ég var búinn að gera?
Ef ekki tekst, einhverra hluta vegna, að senda boð með tölvupósti er mikilvægt að gera breytingar á boðinu sem búið var að skrifa, en ekki búa til nýtt. Það er m.a. til að forðast að búa til tvítekin gögn. Þú finnur valkostinn til að breyta boði á flipanum „Notendur sem fá boð“ í listanum yfir þína notendur í Learning Admin. Þar smellir þú á nafn viðkomandi, breytir upplýsingunum og smellir á „Uppfæra boð“.
Ég þarf að senda boð til notanda en vil helst nota mitt eigið netfang við það, af hverju er það ekki hægt?
Allir reikningar sem eru stofnaðir hjá okkur þurfa að vera persónulegir reikningar með einkvæmri samskiptaleið (netfang eða símanúmer). Þetta er til að tryggja að reikningurinn sé persónubundinn og að hægt sé að vernda persónuupplýsingar.
Ég fékk boð frá vinnuveitanda mínum en get ekki skráð mig inn því þegar ég færi inn netfang eða kennitölu fæ ég þau skilaboð að það sé enginn reikningur til.
Þegar þú opnar tengilinn í boðinu er þetta fyrsta skrefið sem þú ferð í, en þar er gengið úr skugga um að þú sért með notandareikning. Þetta er gert t.d. með því að færa inn kennitölu, símanúmer eða netfang. Ef enginn reikningur kemur upp sem tengist þessum upplýsingum eða þú hefur aldrei stofnað reikning hjá okkur þarftu að smella á „Stofna nýjan reikning“ til að halda áfram.
Ég þarf að senda boð til notanda sem er með Access-kortnúmer en þegar ég færi það inn fær ég skilaboð um að notandinn finnist ekki?
Í slíku tilviki er líklegast að reikningurinn sem þetta kortnúmer tengist hafi ekki verið notaður mjög lengi og teljist því ekki lengur virkur. SSG Standard Solutions Group AB leggur mikla áherslu á að vernda persónuupplýsingar þínar og vistar þær aldrei lengur en nauðsynlegt telst. Þú þarft því að stofna nýjan notanda, sem fær því næst úthlutað nýju Access-kortnúmeri.