SSG On site En digital kommunikationstjänst och app som ser till att alla som behöver rätt information, på rätt plats och i rätt tid verkligen får det.

SSG On site

App sem tryggir að réttar upplýsingar berist öllum á einfaldan og skjótan hátt.

Hafa samband!

SSG On site er stafræn samskiptaþjónusta og forrit (app) fyrir verkstaði. Forritið inniheldur öryggisupplýsingar, fréttir, kort, neyðarnúmer, samskiptaupplýsingar og fleiri valkosti. Allt eru þetta upplýsingar sem eru nauðsynlegar og gagnlegar verktökum og einstaklingum á verkstað.

SSG On site forritið gerir verkkaupum mögulegt að miðla viðeigandi upplýsingum beint til allra hagsmunaaðila með skjótum hætti og safna öllum mikilvægum upplýsingum á einn stað. Það kemur í stað prentaðra upplýsinga og skapar öruggara vinnuumhverfi ásamt því að bæta samskipti.

Appið er lykilþáttur í SSG Öryggishugtakinu og er heildstæð lausn til að tryggja öryggi á vinnustöðum, bæði fyrir starfsfólk og einstaklinga sem heimsækja vinnustaðinn. Svo allir komist heilir heim að loknum vinnudegi!

appstore-badge-knapp-eng.pnggoogle-play-applestore-badge-knapp-eng.png

Hvernig SSG On site virkar

Verkkaupi getur notað einfalt netviðmót til að hlaða upp upplýsingum sem viðkomandi aðilar þurfa á að halda. Þessar upplýsingar eru strax aðgengilegar í forritinu. Skilaboð í tengslum við fréttir eða óhöpp er hægt að senda sem sjálfvirkar tilkynningar sem berast verkkaupa strax. Verktakar eða gestir opna forritið í iPhone- eða Android-símum sínum og hafa aðgang að öllum upplýsingunum, sem og þjónustu sem SSG veitir á borð við áhættumat og atvikaskráningu.

Verktaki sem t.a.m. vinnur á fleiri en einum verkstað getur með auðveldum hætti skipt um verkstað og skoðað viðeigandi upplýsingar fyrir þann verkstað þar sem hann er staddur hverju sinni.

 

Fyrir verkkaupa og verktaka

SSG On site er verkfæri fyrir verklegar framkvæmdir, fyrir þá verkkaupa sem vilja tryggja að öryggisupplýsingar og upplýsingar um viðkomandi verkefni séu geymdar á einum stað. Forritið er einkar gagnlegt ef margir verktakar eru á vinnusvæðinu þar sem það nýtist til að miðla mikilvægum upplýsingum varðandi aðstæður á skjótan og skilvirkan hátt.

QR virkni í forritinu

SSG On site veitir einnig möguleika á samskiptum á vinnustað með QR (Quick Response) kóðum - sem beina verktakanum eða öðrum notendum að réttum, uppfærðum og staðbundnum upplýsingum á vinnustaðnum. Það eru margar leiðir til að nýta QR-kóða í forritinu - Til dæmis getur verktaki sem hefur verið falið verkefni skannað QR-kóða áður en vinna hefst á þeim stað þar sem verkefnið skal unnið - og er þá vísað með QR-kóðanum á upplýsingasíðu í forritinu varðandi öryggi eða beint í úttekt á áhættuþáttum.

SSG On site var þróað í samvinnu við iðnaðinn og tækniframfarir hafa gert stjórnendum kleift að nota það til milliliðalausra samskipta við einstaklinga á vinnusvæði. Til að tryggja að þróun SSG On site var stofnaður notendahópur árið 2019 (með fulltrúum frá BillerudKorsnäs, Holmen, SCA, Stora Enso, Södra, Mondi Dynäs).

QR-kod i SSG On site appen

Verð

Verkkaupi

119.000 ISK á mánuði.

Notandi

Gjaldfrálst fyrir alla notendur

Hafa samband

Viltu fá frekari upplýsingar um SSG On site? Notaðu formið að neðan til að hafa samband við okkur.

Ett fel inträffade när CAPTCHA-bilden skulle hämtas

SSG mun vinna með persónuupplýsingar þínar í samræmi við gagnaverndarstefnu SSG.

SSG samverkar med industrin för att hitta bästa lösningen på gemensamma problem. Setting new standards.

Hverjir eru SSG?

Aðilar úr atvinnulífinu stofnuðu SSG Standard Solutions Group fyrir meira en 60 árum. SSG vinnur í samstarfi við aðila í atvinnulífinu til að finna sjálfbærar, virðisaukandi og staðlaðar lausnir til að auka skilvirkni í iðnaði og þar með samkeppnishæfni.

Að finna skilvirkustu lausnirnar á sameiginlegum vandamálum er kjarni starfsemi okkar, og við veitum aðstoð til að hægt sé að uppfylla lagakröfur og auka öryggi og sjálfbærni innan atvinnugreina.