header_siteowners

Þjónusta

Hér má nálgast frekari upplýsinga um þjónustu SSG á Íslandi, SSG öryggisnámskeið og appið SSG On Site.

SSG öryggisnámskeið SSG On site

SSG öryggisnámskeið

SSG Iceland Safety Training öryggisnámskeið er vefnámskeið um öryggi-, heilsu- og umhverfismál. Með þátttöku á SSG öryggisnámskeiðinu tryggir þú að starfsfólk og verktakar hafi aðgang að nauðsynlegri þekkingu varðandi öryggi og vinnuumhverfi. Vinnuumhverfi er oft á tíðum breytilegt og því á starfsfólk og verktakar hættu á að vera útsett fyrir mikilli áhættu í starfi sínu. Vegna vinnu sinnar og staðsetningu vinnu getur verið bæði tímafrekt og erfitt að fá þá til að koma saman í kennslustofu til að fara í gegnum öryggisþjálfun og þess vegna er SSG Iceland Safety Training góður kostur.

Með því að gera kröfu um SSG öryggisnámskeiðið er hægt að vakta, fylgja eftir og tryggja að bæði starfsfólk og verktakar búi yfir grunnþekkingu varðandi öryggis- og umhverfismál. Markmið námskeiðsins er að bæta öryggismenningu og þannig draga úr slysum á vinnustað.

Verðlisti

Car Factory: Female Automotive Engineer Wearing Hard Hat, Standing, Using Laptop. Monitoring, Control, Equipment Production. Automated Robot Arm Assembly Line Manufacturing Electric Vehicles.

Appið SSG On site

SSG On site er stafræn samskiptaþjónusta og app fyrir vinnustaði, starfsfólk og verktaka. Forritið inniheldur öryggisupplýsingar, fréttir, kort, neyðarnúmer, samskiptaupplýsingar og aðra þætti sem tengjast starfsemi og vinnustöðum að hverju sinni. Allt eru þetta upplýsingar sem eru nauðsynlegar og gagnlegar verktökum, starfsfólki og stjórnendum á vinnustað.

Með SSG On site er mögulegt að miðla viðeigandi upplýsingum beint til allra hagsmunaaðila með skjótum hætti og safna mikilvægum upplýsingum á einn stað. Það kemur í stað prentaðra upplýsinga og skapar öruggara vinnuumhverfi ásamt því að bæta samskipti.

Appið er heildstæð lausn til að tryggja öryggi á vinnustöðum, bæði fyrir starfsfólk og gesti sem heimsækja vinnustaðinn, svo allir komist heilir heim að vinnudegi loknum.

Aðgangsstýring með SSG Access

SSG Access er þjónusta við aðgangsstjórnun sem hefur eftirlit með hæfni og er sérsniðið að fyrirtækjum í stóriðju. Með þjónustunni geta stjórnendur verið vissir um að þeir verktakar og starfsmenn sem starfa á vinnusvæði uppfylli kröfur um hæfni og getu til að sinna starfi. Aðgangsstýringin getur farið fram handvirkt eða sjálfvirkt í gegnum SSG Access API.

Hefur þú áhuga á SSG Access? Hafðu samband við okkur.

Fljótvirkur aðgangur að vinnusvæði

SSG Access einfaldar eftirlit á vinnustöðum. Hver og einn þátttakandi sem hefur verið skráður á eitt af námskeiðum SSG fær úthlutað aðgangskorti. Þegar hann kemur inn á vinnusvæði er hægt að auðkenna hann með aðgangskortinu og kerfið okkar sannreynir að hann uppfylli kröfur vinnusvæðisins um öryggis- og vinnuumhverfisþjálfun. Hérna finnur þú upplýsingar um hvernig eigi að tengja API fyrir SSG Access.

Lesa meira

Einföld eftirfylgni með SSG

Á einfaldan hátt er hægt að kanna hvort starfsmenn og verktakar uppfylli kröfu verkkaupa um SSG öryggisþjálfun – áður en verk hefst. Sjálfvirk eftirfylgni í gegnum SSG - aðgangskort sem krefst aðgangsstýringar hjá verkkaupa eða handvirkt þar sem verktaki sýnir fulltrúa verkkaupa SSG skírteini sitt. Listi yfir þá sem lokið hafa þjálfun er ávallt uppfærður og til taks fyrir stjórnendur hvenær sem er inná innri vef námskeiðsins.

Kerfiskröfur fyrir innri vef (My SSG) og vefnámskeið

Fyrir bestu mögulegu notendaupplifun mælum við með eftirfarandi kerfiskröfum

  • Nýjustu útgáfur af Chrome, Edge, Firefox eða Safari
  • Heyrnartól eða hátalara til að hlusta myndbönd og upplesna texta
  • Nettengingu með að lágmarki 1 Mbit/s
  • Það verður að leyfa sprettiglugga í vafranum þínum

Símanúmer

Aðstoð: +46 60 14 15 10

Á virkum dögum 07.00-16.00 (GMT +1)

Algengar spurningar

Hvernig skrái ég mig inn? Hvernig byrja ég námskeiðið? Þú finnur svör við algengum spurningum í algengum spurningum. Þú getur einnig sent okkur spurningar milliliðalaust.

Við hvetjum þig til að hafa samband við þjónustuverið okkar ef þú vilt bera upp spurningu eða ef þú þarft aðstoð með þjónustu okkar.

SSG mun vinna með persónuupplýsingar þínar í samræmi við gagnaverndarstefnu SSG.