SSG grunnnámskeið fyrir verktaka - Þetta þarft þú að gera til að skrá þig
Svona ferð þú að við að skrá þig á grunnnámskeið SSG fyrir verktaka
Grunnnámskeið SSG fyrir verktaka er netnámskeið um öruggar starfsvenjur fyrir verktaka í iðnaði. Markmiðið er að auka öryggi á vinnustöðum og fækka slysum á starfsstöðvum. Það tekur um það bil 2-3 klukkustundir að ljúka námskeiðinu og þú þarft aðeins tölvu eða snjallsíma með nettengingu til að ljúka því.
Svona ferðu að:
- Ef verktakafyrirtækið þitt er ekki skráð hjá SSG þarf fyrst að skrá það. Við skráningu skal tilgreina þann einstakling sem á að vera stjórnandi, þ.e. svara fyrirspurnum sem varða SSG-námskeið hjá fyrirtækinu.
- Nú hefur fyrirtækið fengið aðgang að stjórnandaverkfærinu Learning Admin, en þar er hægt að skrá starfsmenn og úthluta þeim námskeiðum. Einstaklingurinn sem fyrirtækið skráði sem stjórnanda getur séð um þetta.
- Hver skráður einstaklingur fær boð sent um að skrá sig inn á vefsvæði SSG og ljúka námskeiðinu. Þetta á bæði við um grunnámskeið SSG fyrir verktaka og önnur, staðbundnari námskeið. Að bæði grunnámskeiðinu og staðbundnari námskeiðunum loknum er haldið próf til að fá vottun eða staðfestingu.
- Námskeiðið telst staðfest þegar prófi úr námsefninu er lokið með fullnægjandi niðurstöðu. Til að fá aðgangskort þarf þátttakandi á námskeiðinu að láta stjórnandann hlaða upp ljósmynd af sér í Learning Admin. Því næst er aðgangskortið útbúið og sent með pósti á skráð heimilisfang viðkomandi, en það tekur um það bil viku.
Ertu ekki viss um hvort þitt fyrirtæki er skráð eða þarftu að fá að vita hver þinn stjórnandi er?