SSG Environmental Course
SSG Environmental Course er aðgengilegt og hagkvæmt umhverfisnámskeið fyrir starfsfólk í iðnaðargeiranum og auðveldar ykkur að leggja grunn að skilvirkri vinnuvernd. Það er auk þess með gæðavottun frá Sweco Sverige!
SSG Environmental Course er umhverfisnámskeið með breiða skírskotun sem færir starfsfólki þíns fyrirtækis mikilvæga færni. Það getur einnig verið gagnlegt verkfæri þegar kemur að því að uppfylla kröfur í lögum um umhverismál, sem og í innra stjórnkerfi, hvað varðar meðvitund um og þekkingu á áhrif ytra umhverfis. Markmiðið með námskeiðinu er að auka færni og skilning þátttakanda hvað varðar ytra umhverfi. Þannig öðlast allir þátttakendur betri forsendur til að leggja sitt af mörkum til að bæta vinnuumhverfið.
Sveigjanleiki fyrir þitt fyrirtæki
SSG hefur þróað námskeiðið í samstarfi við sérfróða aðila úr atvinnulífinu. Þetta gagnvirka netnámskeið hefur almenna skírskotun en er einnig hægt að aðlaga að sértækum sviðum í geiranum og fyrir hvert fyrirtæki fyrir sig, sé þess óskað. Það er til dæmis til sértækt námskeið fyrir sögunariðnaðinn.
Vilt þú taka þátt í að þróa sértækt námskeið fyrir þitt svið eða þitt fyrirtæki? Hafðu samband við okkur!
Efni námskeiðsins
SSG Environmental Course er almennt grunnnámskeið með almenna skírskotun. Meðal þess sem námskeiðið fjallar um er:
- Loftslagsbreytingar
- Mismunandi gerðir losunar
- Úrgangur og endurvinnsla
- Hlutverk mismunandi aðila í umhverfisvernd
SSG Environmental Course gagnast vel við innleiðingu umhverfisstjórnunarkerfa eða þegar unnið er að umhverfisvottun. Ef þess er óskað er hægt að bæta tveimur hlutum í viðbót við námskeiðið:
- Sértækur hluti fyrir tiltekin svið, sem fjallar sérstaklega um umhverfisáhrif sem tengjast því sviði
- Sértækur hluti fyrir fyrirtæki þar sem sérstaklega er fjallað um aðstæður hjá því fyrirtæki
Gæðavottað af Sweco
Að frumkvæði SSG hefur Sweco, sem þriðji og óháði aðili, verið falið að gæðavotta Umhverfisverndarpassa SSG og leggja fram tillögur um úrbætur, með það fyrir augum að þróa netnámskeið SSG um umhverfismál enn frekar.
– SSG býður upp á mikið úrval mismunandi námskeiða og þegar við fengum beiðni frá SSG vildum við leggja okkar af mörkum með því að gæðatryggja og prófa námskeiðin,“ segir Linn Glad, umhverfisráðgjafi og verkefnastjóri hjá Sweco.
Gerir þín starfsstöð kröfu um að SSG Environmental Course?
Leita eftir starfsstöð, staðsetningu eða landi.
Framkvæmd
Námskeiðið fer fram á netinu og þar eru upplýsingaþættir fléttaðir saman við verkefni, sem er ætlað að stuðla að virkri þátttöku nemenda. Í einhverjum tilvikum gefst einnig tækifæri til að kafa dýpra í tiltekið efni, ef nemandinn óskar þess. Í lok hvers námskeiðs er haldið próf úr efninu og þegar nemandi hefur staðist prófið getur hann sótt rafrænt prófskírteini.
Markhópur
Námskeiðið er ætlað öllum starfsmönnum fyrirtækis, hvort sem er á skrifstofunni eða í framleiðslusalnum.
Viltu vita meira?
Sendu inn upplýsingar þínar og við höfum samband fljótlega