SSG Employee Safety
Þetta er gagnvirkt og vottað öryggisnámskeið þar sem fjallað er um markvissa vinnuvernd, áhættuþætti í verkferlum, öryggismenningu og eldsvoða og önnur neyðartilvik. Námskeiðið er ætlað öllum starfsmönnun iðnaðarfyrirtækja, einnig þeim sem starfa í umhverfi sem er yfirleitt ekki fjallað um á námskeiðum sem þessu.
SSG Employee Safety er eitt vinsælasta námskeið Svíþjóðar á sviði úrbóta í vinnuvernd og aukinnar meðvitundar um hættur á vinnustað fyrir starfsfólk í iðnaðargeiranum. Námskeiðið fer fram á netinu og veitir undirstöðufræðslu um öryggi með gagnvirkum hætti. Það er ætlað öllum starfsmönnum fyrirtækja, einnig starfsfólki á skrifstofu sem oft er ekki tekið með á slík námskeið. Námskeið SSG um öryggi starfsmanna styður því með markvissum hætti við alla viðleitni til að auka færni, meðvitund og skilning á vinnuverndarmálum og hættum á vinnustað.
Námskeið er almenn öryggisfræðsla sem er aðgengileg öllum og nýtist á öllum sviðum iðnaðargeirans. Þetta er grunnnámskeið og það er því upplagt að taka framhaldsnámskeið með staðbundnari áherslum, fyrir starfsstöðvar með sértækar aðstæður.
Léttir þínu fyrirtæki lífið
SSG Employee Safety fræðir starfsmenn um gildandi lög og reglugerðir um vinnuvernd, almennar starfsreglur, hættur á vinnustað og hvernig hægt er að innleiða forvarnir, sem og hvernig á að bregðast við tilvikum. Að námskeiðinu loknu verður auðveldara fyrir fyrirtækið að uppfylla kröfur um að allir starfsmenn séu upplýstir um gildandi lög um vinnuvernd.
Námskeiðið getur einnig veitt mannauðsdeildum fyrirtækja umsýsluaðstoð við að halda utan um hvaða starfsmenn hafa sótt námskeiðið. Gagnagrunnur sem inniheldur upplýsingar um þátttakendur sem hefur verið gert skylt að sækja námskeið, hafa hafið námskeið og hafa lokið námskeiði er aðgengilegur stjórnendum hjá hverju fyrirtæki.
Efni námskeiðsins
Meðal þess sem námskeiðið fjallar um er:
- Kerfisbundið vinnuumhverfi
- Áhættusöm verkferlaskref
- Lagaumhverfi
- Öryggismenning
- Heilsa
- Eldsvoðar og neyðartilvik
Framkvæmd
Námskeiðið fer fram á netinu og þar eru stuttir upplýsingaþættir fléttaðir saman við myndefni, hreyfimyndir, kvikmyndir verkefni, sem er ætlað að stuðla að virkri þátttöku nemenda. Í lok námskeiðsins er haldið próf úr efni námskeiðsins til að tryggja að þátttakendur hafi tileinkað sér tilskilda þekkingu. Nemendur geta endurtekið námskeiðið eins oft og þeir vilja og sér að kostnaðarlausu.
Markhópur
Námskeiðið er ætlað starfsfólki í iðnaði og hentar öllum starfsmönnum, einnig þeim sem starfa í vinnuumhverfi sem slík námskeið ná að öllu jöfnu ekki yfir.
Viltu vita meira?
Sendu inn upplýsingar þínar og við höfum samband fljótlega