SSG Skillnation vex og dafnar með enn fleiri nýjum fræðslustofnunum
17 október 2025
SSG Skillnation heldur áfram að styrkja stöðu sína sem mikilvægasti sameiginlegi verkvangur atvinnulífsins fyrir færnivottun og fræðslu. Nú hafa sex nýir fræðsluaðilar bæst í hópinn: Cramo, K-utbildning, JL-Safety, Basutbildarna, Ulja og Crux Klätter & Säkerhetsutbildning.
Með því að tengjast þjónustunni er hægt að skrá vottorð og leyfi þátttakenda í kjölfar slíkrar fræðslu beint í Skillnation og tengja þau viðkomandi einstaklingi.
Nú þegar nota yfir 50.000 fagaðilar þennan verkvang, sem var þróaður í nánu samstarfi við atvinnulífið og gerir starfsstöðvum og verktökum kleift að safna, staðfesta og fylgjast með færni á einum stað.
Kortlagning færniþátta
Fyrirtæki geta auðveldlega kortlagt færni starfsmanna sinna og greint hvenær þarf að bæta við fræðslu og þjálfun, sem bæði einfaldar umsýslu og tryggir að rétta færnin sé alltaf til staðar.
– Sífellt fleiri rekstraraðilar hafa bæst í hópinn og þannig verður til sameiginlegur vettvangur þar sem hægt er að skrá og hafa yfirsýn yfir færni starfsmanna í SSG Skillnation. Þannig verður auðveldar að fá heildræna yfirsýn og vinna á fyrirbyggjandi hátt með framboð á hæfni, segir Micael Nyberg, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs hjá SSG Skillnation.
Einföld umsýsla með vottorðum og leyfum
Fyrir fræðsluaðila þýðir slík tenging að vottorð og leyfi sem þeirra skjólstæðingar afla sér eru skráð hratt og greiðlega á verkvanginum, með sjálfvirkum hætti. Einstaklingar fá skýra yfirsýn yfir lokin námskeið, gildistíma leyfa og kröfur um endurnýjun og endurmenntun.
Með aðkomu fleiri fræðsluaðila aukast möguleikarnir á að afla sér fleiri vottorða í SSG Skillnation, sem styrkir mikilvægi verkvangsins sem framtíðarmiðstöð fyrir miðlun og framboð á færniþjálfun í iðnaði.