""

Með öryggið á oddinum: Vegferð Epiroc Rock Drills AB með SSG On site

17 október 2025

Öryggið er alltaf í fyrsta sæti hjá Epiroc Rock Drills AB, sem er leiðandi fyrirtæki á sviði hugvitssamlegra lausna í námuvinnslu og mannvirkjagerð. Allt frá 2022 hefur fyrirtækið valið að nýta sér SSG On site til að einfalda aðgengi að upplýsingum sem varða öryggi.

Í dag eru sjö starfsstöðvar tengdar við appið, sem geta á einfaldan hátt haft umsjón með sínum verkferlum og deilt mikilvægum fréttum með starfsmönnum, sem og verktökum sem kunna að vera að störfum á vettvangi.

Áskoranir á sviði samskipta

Moa Franzson, sem er heilbrigðis- öryggis- og umhverfisverkfræðingur, ræðir um áskoranirnar sem þarf að takast á við og hvernig SSG On site hefur reynst gagnlegt verkfæri til að efla öryggisstarfið.

– Á hverri starfsstöð eru margir hagsmunaaðilar sem við þurfum að geta náð til og það er því flókið verkefni að tryggja markviss samskipti. Áður en við komum SSG On á fót fyrir tæpum tveimur árum notuðum við oftast dreifiblöð eða tölvupóst til að miðla upplýsingum um öryggismál.

Lars Gelin, rekstrartæknifræðingur hjá Epiroc Rock Drills AB, er sammála þessu.

– Svona hefur þetta verið fram til þessa og það getur verið erfitt að átta sig á því hvort allir hafa í raun fengið upplýsingarnar. Ég á reglulega samtöl við marga verktakanna okkar og þá er mikilvægt að geta veitt þeim nýjar og nákvæmar upplýsingar, áður en þeir hefja sína vinnu á viðkomandi starfsstöð.

Nú er hægt að miðla mikilvægum öryggisupplýsingum hratt og greiðlega

– Viuð þróuðum SSG On site í því skyni að nútímavæða okkar starf enn frekar og geta miðlað öllum öryggisupplýsingum til allra starfsstöðva af einum stað. Í raun var þetta mjög eðlilegt næsta skref á vegferð okkar til að auka öryggi vinnuumhverfis á öllum okkar starfsstöðvum, þar sem við höfðum verið að nota SSG Entre í nokkur ár, bætir Moa við.

Það sem Lars finnst best við appið

  • Nýjustu fréttir - við notuðum þennan eiginleika til dæmis til að tilkynna að við værum byrjaðir að nota sjálfkeyrandi lyftara
  • Flipinn fyrir verkferli - þar er fljótlegt og auðvelt fyrir verktaka að nálgast alla verkferla sem við notum á starfsstöðvum okkar.
  • Leiðbeiningar við innskráningu á starfsstöðvum - þetta er stafræn handbók fyrir bæði sænska og erlenda verktaka sem þurfa að fá aðgang að starfsstöðinni.

Árangursríkari samskipti við verktaka

Á hverju ári eigum við samstarf við fjölda verktaka sem sinna ýmsum störfum fyrir okkur og þá er mjög þægilegt að geta vísað þeim á SSG On site.

– Við sjáum að sífellt fleiri eru að nota þetta app og finnst það hafa marga kosti - og það gerir vinnudaginn öruggari fyrir okkur öll, segir Lars að lokum.