""

Sagan á bak við velgengni Freudenberg: Yfir 400 stafræn atvinnuleyfi, og fleiri í vinnslu

17 október 2025

Freudenberg er leiðandi í notkun Workflow, sem er eining í SSG On site, og er því í framlínunni hvað varðar nútímavæðingu atvinnuleyfaferla í sænskum iðnaði.

Freudenberg hefur verið hluti af prófunarhóp fyrir þennan eiginleika og tekið virkan þátt í þróun hans og þannig sannað metnað sinn og áhuga fyrir þróun og úrbótum á vinnuumhverfi og viðhaldi í sænskum iðnaði. Með því að innleiða stafræna nálgun á leyfisveitingaferlið hefur fyrirtækið ekki aðeins nútímavætt sín eigin ferli heldur um leið aukið skilvirkni og sjálfbærni í vinnuumhverfi í víðu samhengi.

Yfir 400 starfsleyfi: algerlega stafrænt

Lars Ljungström, yfirmaður heilbrigðis-, öryggis- og umhverfismála hjá Freudenberg Home and Cleaning Solutions, deilir með okkur sinni skoðun á því hvernig Workflow frá SSG og On site hafa gert þeirra fyrirtæki betra.

– „Fyrir okkur hefur Workflow frá SSG virkað frábærlega og við sjáum marga kosti við að þessi eiginleiki sé samþættur í On site. Í dag höfum við gefið út yfir 400 starfsleyfi og gerum það á öruggari hátt, á sama tíma og við minnkum umhverfisáhrif okkar með því að draga úr notkun eyðublaða í pappírsformi.

Það gekk mjög vel að taka stökkvið inn í stafvæðingu leyfisveitingaferla hjá Freudenberg, ekki síst vegna innri starfshópsins sem var komið á fót með aðstoð SSG áður en Workflow var innleitt að fullu. Með því að gefa sér tíma til að skilja verkfærið og halda vinnustofur og fræða starfsfólkið vel varð þetta yfirgangsferli í stafræna verkferla snurðulaust og greitt.

– Fyrir mig sem ábyrgan aðila fyrir heilbrigðis-, öryggis- og umhverfismálum er mikilvægt að veita bæði starfsmönnum okkar og verktökum góðan stuðning og Workflow frá SSG hefur reynst mjög gagnlegt úrræði á því sviði. Við hlökkum til að kynna okkur og innleiða fleiri eiginleika í appinu SSG On site og gera þannig enn fleiri úrbætur á miðlun öryggisupplýsinga.

Myndir þú mæla með þessu verkfæri við önnur fyrirtæki?

– Ekki spurning! Workflow er í dag orðið mikilvægur hluti af heildarferlinu hjá okkur og við erum staðráðin í að halda áfram að þróa og bæta vinnuumhverfið hjá Freudenberg.

Freudenberg Home and Cleaning Solutions

Freudenberg Home and Cleaning Solutions er leiðandi fyrirtæki á sviði hreinsikerfa og heimilisvöru, frekari upplýsingar um Freudenberg er að finna hér.