""

SSG eykur öryggið í litíumverkefni Keliber hjá Sibanye Stillwater

17 október 2025

Í lok árs 2023 innleiddi Sibanye-Stillwater SSG On site og Workflow í tengslum við litíumverkefni Keliber, á byggingarsvæðinu fyrir litíumvinnsluna Keliber í Karleby. Sex mánuðum síðar, í júní 2024, var kerfið innleitt á byggingarsvæðinu fyrir auðgunarverksmiðjuna og námusvæðið í Kaustinen, sem jók verulega öryggi og skilvirkni hvað varðar bæði þessi verkefni.

Undirbúningur á starfsstöðinni í Kokkola hófst sumarið 2023 með vinnustofu þar sem samskiptaappið SSG On Site var kynnt og nauðsynleg skref til að innleiða Workflow voru tekin. Innan eins mánaðar hafði kerfið verið innleitt að fullu og prufutímabilinu lokið. Þessi skjóta og snurðulausa innleiðing gerði okkur kleift að tryggja einfalt og öruggt samstarf milli hagsmunaaðila, þar á meðal verktaka og birgja fyrir litíumverkefnið hjá Keliber.

Aukið öryggi og skilvirkni

Stafræna starfsleyfakerfið hefur gert kleift að hafa rauntímaeftirlit með allri starfemi, sem gerir auðveldara að rekja og samþykkja vinnuleyfi. Þegar teymi vinna í áhættusömu umhverfi stuðlar skýr yfirsýn yfir vinnu í rauntíma að því lágmörkun áhættu og tryggir að aðeins vottað starfsfólk sinni verkum hverju sinni. Kerfið greinir einnig óhagkvæmni, sem bætir vinnuflæði og auðveldar fyrirtækinu að halda verkefninu á réttri braut.

Samstarf um stöðugar úbætur

Samhliða því sem litíumverkefninu hjá Keliber miðar áfram heldur Sibanye Stillwater áfram samstarfi sínu við SSG, í því skyni að fínstilla stafræna kerfið fyrir starfsleyfi. Þetta samstarf kjölfestir metnað fyrirtæksins gagnvart öryggi, skilvirkni og framgangi verkefnisins. Þjónustuþættirnir sem SSG býður upp á verða enn sem fyrr mikilvægur hluti af starfinu við að ná rekstrarmarkmiðum og viðhalda öruggu og skilvirku vinnuumhverfi.

Nokkrar staðreyndir um litíumverkefnið

Litíumverkefni Kelibers er ætlað að leiða til framleiðslu á 15.000 tonnum af litíumhýdroxíðeinhýdrati á ári þegar verkefnið verður komið í gang, sem mun mæta umtalsverðum hluta af litíumeftirspurninni í Evrópu. Verkefnið mun veita næstum 1.000 starfsmönnum vinnu á byggingartímanum og búist er við að það skapi um 360 stöðugildi þegar ramleiðslan hefur náð jafnvægi.

Lestu meira um verkefni Sibanye Stillwaters í Keliber hér