""

Ný kröfulýsing sameinar fræðilega þekkingu og hagnýta reynslu á sviði lagnatækni

17 október 2025

Hvatinn að SSG7910 var skortur á þekkingu hjá byggingaraðilum og verkfræðingum á mikilvægum þáttum í burðarvirkjum verksmiðja og lagna. SSG ákvað því að leggja fræðslustofnunum á þessu sviði lið með því að útbúa nýja kröfulýsingu á sviði lagnatækni sem er til afnota án endurgjalds.

Margir byggingaraðilar sem hafa nýlokið menntun sinni eru þes albúnir að takast á við áskoranirnar í okkar geira - en skortir þó oft hagnýta þekkingu til að geta hafist handa. Ráðgjafafyrirtæki og eigendur fyrirtækja verða oft varir við eins konar bil á milli menntunar og raunfærni.

Til að mæta þessum vanda hefur lagnakerfaráð SSG sett saman kröfulýsingu fyrir þjálfun á sviði lagnakerfatækni. Kröfulýsingin, samhliða stöðlum SSG í lagnakerfatækni, er ætluð til afnota fyrir fræðsluaðila sem vilja bjóða upp á fræðslu sem mætir kröfum markaðarins. Markmiði er að auka færni og greiða leið bæði fastráðinna byggingarstarfsmanna og verktaka inn í fagið - með nauðsynlega þekkingu í farteskinu allt frá upphafi.

„Margir vinna nú þegar út frá stöðlum SSG í daglegum störfum sínu og hugmyndin á bak við þessa ókeypis kröfulýsingu er að fræsðluaðila eigi að geta nýtt hana sem grunn þegar þær búa til sínar fræðsluáætlanir. Með því móti verða starfsmenn í faginu betur undirbúnir þegar þeir hefja störf,“ segir Christer Wallin, verkferlastjóri hjá SSG.