""

Sjálfbærniskýrsla SSG fyrir árið 2024 er komin út

17 október 2025

Við erum mjög stolt af því að geta nú kynnt sjálfbærniskýrslu SSG fyrir árið 2024. Í skýrslunni kemur skýrt fram að við erum sem fyrr að vinna að aukinni sjálfbærni í iðnaði með því að nýta hugvitssamlegar lausnir og ábyrgar aðgerðir í jafnt stóru sem smáu.

Á þessu ári höfum við bætt árangurinn á fjölmörgum sviðum. Við höfum meðal annars minnkað umhverfisáhrifin með því að fækka vinnuferðum og rafvæða allan þjónustubílaflotann. Við vinnum einnig markvisst að því að efla sjálfbærnistarfið í iðnaðargeiranum.

Fyrir okkur hjá SSG snýst þetta um annað og meira en umhverfisvernd – þetta varðar líka félagslega ábygrð og hagræna sjálfbærni. Við munum halda áfram að þróa lausnir sem stuðla að auknu öryggi og skilvirkni í iðnaðargeiranum, um leið og við sköpum verðmæti til lengri tíma fyrir viðskiptavini okkar og samstarfsaðila.

Lestu sjálfbærniskýrsluna í heild og kynntu þér aðgerðirnar okkar og árangurinn af þeim (PDF).