SSG Skillnation heldur áfram að vaxa og dafna – með yfir 15.000 notendur og sívaxandi áhuga á þjónustunni
17 október 2025
SSG Skillnation, stafrænn verkvangur hjá SSG Standard Solutions Group fyrir færni og vottorð fyrir starfsfólk hjá iðnaðarfyrirtækjum, er í örum vexti. Við erum þegar með yfir 15.000 notendur og sá fjöldi eykst um 800 nýja notendur á viku eða svo og markmiðið er að verða miðlægur hluti af færniskráningarkerfi iðnaðarfyrirtækja.
Tölurnar tala sínu máli um þróun og framfarir, skýrt og greinilega. Í febrúar voru skráðar 11.308 heimsóknir á SSG Skillnation, sem var 60 prósenta aukning borið saman við janúar. Auk þess er sífellt verið að bæta við færniþáttum og vottorðum sem hægt er að skrá á verkvanginum - sem stendur eru þau yfir 50.000 talsins. Við sjáum einnig skýr merki um að síaukinn hluti heimsókna sé endurkomur, sem segir okkur að þetta sé þjónusta sem viðskiptavinirnir kunna að meta.

Micael Nyberg, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs hjá SSG Skillnation.
Micael Nyberg, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs hjá SSG Skillnation, lítur á þessa jákvæðu þróun sem staðfestingu þess að verkvangurinn svari skýru ákalli:
– Við erum að sjá mikla aukningu nýrra notenda og fræðslustofnana, sem er alveg frábært. Að svona margir skuli nota þennan verkvang aftur og aftur sannar að við erum að gera eitthvað sem skiptir máli fyrir bæði fyrirtæki og einstaklinga. Þetta er veigamikið skref í átt að snurðulausari og skilvirkari úrvinnslu færniþátta og vottorða í iðnaðargreinum.
Það hefur einnig styrkt verkvanginn verulega hvað það hefur fjölgað mikið í hópi þeirra fræðslustofnana sem tengjast þjónustunni. Þetta þýðir að hægt er að staðfesta enn fleiri námskeið og vottorð og gera það sjálfvirkt, sem léttir bæði starfsstöðvum og verktökum dagleg störf, þar sem þeir geta nálgast öll sín færnigögn í SSG Skillnation.
Framtíðin er björt og spennandi fyrir SSG Skillnation, þar sem til stendur að samþætta enn frekar hinar ýmsu þjónustuleiðir og kerfi, en það mun létta lífið enn frekar fyrir fjölmarga aðila í iðnaðargeiranum:
– Með því að þróa þjónustuna að aukinni samþættingu sköpum við heildarlausn þar sem færni og gögn á borð við starfsleyfi koma saman á snurðulausan hátt. Þannig verður enn auðveldara að tryggja að réttur starfsmaður með rétta færni sé til staðar þegar þess gerist þörf, segir Micael Nyberg.
SSG Skillnation heldur sinni vegferð áfram og markmiðið er skýrt: að vera sjálfgefinn fyrsti viðkomustaður iðnaðarfyrirtækja þegar kemur að færniupplýsingum. Miðað við vöxt þjónustunnar til þessa og áhuga notendanna er ljóst að framtíðin er björt, bæði fyrir þjónustuna og notendur hennar.