""

Framsækin og spennandi viðfangsefni á Öryggisráðstefnu SSG í ár

17 október 2025

Á Öryggisráðstefnu SSG kom saman fjölbreyttur hópur sérfræðinga og starfsmanna til að ræða brýn málefni og áskoranir á sviði öryggis, neyðarviðbragðastjórnunar og vinnuverndar. Á ráðstefnunni var boðið upp á áhugaverða fyrirlestra, persónulegar reynslusögur og spennandi umræður um bæði tæknilega og mannlega þætti sem tengjast öryggi á vinnustað.

Åse Lunde

Åse Lunde að halda opnunarerindi ráðstefnunnar. 

Åse Lunde opnaði ráðstefnuna með mjög áhugaverðu erindi um mikilvægi þess að afla upplýsinga um það hverjir nota tilföng hvers fyrirtækis og í hvaða tilgangi. Lunde telur að einn lykilþátta öryggisstarfsins sé að þora að greina frá brotum, en til þess þarf einnig að skilja og greina eðlilegt ástand, til að geta greint óeðlileg tilvik.

Hún lauk máli sínu á hvatningu til viðstaddra um að hugleiða samskiptamenninguna innan þeirra fyrirtækja og hversu meðvitaðir þeir eru um öryggismál, ekki síst í ljósi ástandsins í heiminum í dag:​ „Eigum við að vera hrædd? Nei, en við eigum að gera okkur ljóst hvernig staðan allt í kringum okkur er orðin. Því miður er staðan þannig, bæði hér í Svíþjóð og annars staðar í heiminum, að við verðum að takast á við þessar áskoranir.

Kristina Börjevik Kovaniemi frá rannsóknarstofnun slysa í Svíþjóð (Statens Haverikommission) tók þátt í ráðstefnunni og greindi frá rannsóknarvinnunni sem fór fram í kjölfar hörmulegs lyftuslyss í Ursvik. Sú rannsókn vakti mikla athygli meðal almennings og vakti einnig upp margar spurningar, bæði um markvissar aðgerðir vegna öryggis á vinnustað, umsýslu með undirverktökum og rannsókna á slysum almennt.

Frida Boisen, sem stýrði umræðunum, ásamt Andreas Karlsson, sem vinnur hjá Stora Enso í Skutskär.

Geðheilsuvandi og stjórnunarvandi

Margir ræðumanna ræddu sérstaklega um geðheilsuvanda og hvernig vinnuveitendur sem og almennir starfsmenn geta stutt starfsmenn sína og vinnufélaga.​

Blaðamaðurinn Frida Boisen, sem stjórnaði umræðum á Öryggisráðstefnu SSG í ár, deildi með gestum áhrifamikilli persónulegri reynslu sinni frá æskuárunum og af geðheilsuvanda dóttur sinnar. Frásögn hennar snart marga viðstadda djúpt. 

Í viðtali við Fridu Boisen sagði Andreas Karslson, sem vinnur hjá Stora Enso í Skutskär, frá upplifun sinni af einelti, þunglyndi og sjálfsvígstilraunum. Hann nefndi sérstaklega að stuðningur frá yfirmanni hans og nánustu aðstandendum hefði gegnt lykilhlutverki í bata hans. Hann lagði áherslu á mikilvægi þess að vinnustaðir skapi umhverfi þar sem fólki finnst það mega ræða um geðheilsuvanda og þar sem stjórnendur hlusta á starfsmenn sína, jafnvel þegar mikið er að gera.​

Öruggt umhverfi og traust tengsl eru undirstöðuþættir þegar kemur að því að skapa öruggan vinnustað. Þetta, samhliða tæknilegum stuðningi, stuðlar að þróun öruggra umhverfis og forvarna gegn slysum. Alpay Aksoy, rekstrarstjóri umferðaröryggis hjá Umferðarstofu Stokkhólms, lagði áherslu að mikilvægi öryggis í flutningageiranum og sagði okkur frá því hvernig tæknilausnir fyrir neðanjarðarlestarkerfið í Stokkhólmi, svo sem gervigreindarknúin myndbandsgreiningarverkfæri, geta stuðlað að auknu öryggi allra farþega.

Gurra Kranz

Gurra Krantz á sviðinu, en hún er þekkt úr sjónvarpsþættinum „Över Atlanten“.

Öll í sama báti - listin að skapa sterk teymi

Í lok fyrsta dagsins kom Gurra Krantz, sem flestir kannast við úr sjónvarpsþættinum „Över Atlanten“ á Kanal 5, á svið. Hann er meðal reyndustu og virtustu siglingaíþróttamanna Svíþjóðar og býr að yfir 20 ára reynslu sem atvinnumaður í kappsiglingum.

Hann notaði siglingaíþróttina sem útgangspunkt við að ræða mikilvægi stjórnunar og teymisvinnu: „Heldurðu að þú getir gert allt einn, án stuðnings frá teyminu þínu? Þá ert þú í ruglinu! Allir sem hafa tekið þátt í kappsiglingu skilja mikilvægi teymisvinnunar, líka þeirrar sem fer fram uppi á landi.“

Hann lauk máli sínu með því að undirstrika að einn hornsteinanna á góðum vinnustað væri stuðningur við og nærgætni gagnvart öllum samstarfsmönnum.Johan Engman

Johan Engman frá SSG ræddi um gervigreind og möguleikana sem felast í henni. 

Gervigreind og öryggismál í framtíðinni

Á öðrum degi ráðstefnunnar var sérstaklega fjallað um gervigreindartækni og möguleikana sem felast í notkun hennar í starfi að öryggismálum. Þátttakendur fengu að prófa gervigreindarknúin verkfæri til að skrá og gera samantektir á athugasemdum. Í umræðunum var rætt um bæði kostina við og hætturnar sem fylgja slíkri tækni.​

Johan Engman, yfirmaður tækniþróunar hjá SSG, gerði grein fyrir aðstæðum í framtíðinni þar sem gervigreindarlausnir geta gert vinnu skilvirkari, en þó ekki komið algerlega í stað mennskrar sköpunargáfu og innsæis. Hann lagði áherslu á að eiginleikar eins og hugvitssemi, samskipti og samstarf myndu verða enn mikilvægari en áður í heimi þar sem gervigreind gegnir sífellt stærra hlutverki.

Ráðstefnugestir ræddu af miklum áhuga um áhættur, öryggismál og tækifæri sem tengjast gervigreind og áhrifunum af nýtingu hennar í vinnuumhverfinu. Johann færði gestum spennandi innsýn í framtíðina og það varð tilefni til bæði ígrundunar og skemmtunar.

Helstu niðurstöður í lokin:

Öryggisráðstefna SSG árið 2025 var bæði spennandi og skemmtileg fyrir alla þátttakendur og bauð upp á fyrirlestra, persónulegar reynslusögur, tengslamyndun og hagnýtar upplýsingar. Veigamestu skilaboðin eru þessi: Við verðum að þora. Þora að spyrja spurninga og hlusta af athygli á svörin, þora að draga mörk og þora að hrósa viðleitni annarra.