Við hjá SSG vinnum saman að því að þróa öruggari og sjálfbærari lausnir fyrir iðnaðargeirann. Við kunnum að meta fróðleiksfýsni og þekkingarleit og vinnum á grundvelli kjarnagildanna okkar: We explore, We go beyond og We care. Vertu með okkur á þeirri vegferð!
Við erum með stóra UT-deild þar sem starfa m.a. arkitektar, UX-hönnuðir, kerfisþróunaraðilar, prófunaraðilar og fleiri. Hjá okkur finnur þú einnig fólk sem vinnur við vöruþróun, fjármál, samskipti, nýsköpun og þróun stafrænnar fræðslu. Við erum að sjálfsögðu með þjónustuver þar sem við erum reiðubúin til að aðstoða okkar viðskiptavini í dagsins önn.