Starf hjá SSG

Starf hjá SSG

Við hjá SSG vinnum saman að því að þróa öruggari og sjálfbærari lausnir fyrir iðnaðargeirann. Við kunnum að meta fróðleiksfýsni og þekkingarleit og vinnum á grundvelli kjarnagildanna okkar: We explore, We go beyond og We care. Vertu með okkur á þeirri vegferð!

Við erum með stóra UT-deild þar sem starfa m.a. arkitektar, UX-hönnuðir, kerfisþróunaraðilar, prófunaraðilar og fleiri. Hjá okkur finnur þú einnig fólk sem vinnur við vöruþróun, fjármál, samskipti, nýsköpun og þróun stafrænnar fræðslu. Við erum að sjálfsögðu með þjónustuver þar sem við erum reiðubúin til að aðstoða okkar viðskiptavini í dagsins önn.

Laus störf

Engin laus störf sem stendur

Sem stendur eru engin störf laus hjá SSG. Hefur þú áhuga á að vinna hjá okkur? Fylgstu vel með á vefsvæðinu því þar auglýsum við öll laus störf. Ef frekari spurningar vakna skaltu hafa samband á netfangið karriar@ssg.se 

Helstu kostirnir við SSG

  • Nútímalegar höfuðstöðvar með afmörkuðum vinnurýmum fyrir hvern og einn
  • Spennandi fundarrými sem þar sem er meðal annars boðið upp á stúdíó, spilakassa, þrívíddarprentara og zen-garð - allt sem þarf við að vekja sköpunargáfuna!
  • Inngildandi vinnuumhverfi með áherslu á gott samfélag og sjálfbæra frammistöðumenningu
  • Færniþróun á vinnutíma
  • Deilum arðinum - þegar það gengur vel hjá SSG njótum við öll góðs af því
  • Sumartími – vinnudagurinn styttist um klukkustund yfir sumarmánuðina, þ.e. í maí til september
  • Heilbrigðisþjónusta og sjúkratrygging ásamt tækifærum til að stunda íþróttir eins og bandý, fara saman í ræktina og stunda róðra með vinnufélögunum
  • Sérstök sjúkratrygging
  • ITP1-lífeyrir og -kjarasamningur
  • Stytting vinnutíma
  • Möguleiki á launaskiptum
  • Nútímalegar og sveigjanlegar vinnuaðferðir í sjálfstæðum teymum
  • Framlínutækni – Azure Devops frá frumstigi til endanlegrar afurðar
  • Crazylab – nýsköpunardagar til að rýna, rannsaka, prófa nýjar hugmyndir og æfa sig í nýrri tækni
""
Í Innovation Lab hjá SSG fæ sköpunargleðin að njóta sín.