Persónuverndarstefna
upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga
SSG Standard Solutions Group AB, 556403-1523, Skönsbergsvägen 3, 856 41 Sundsvall (hér eftir „SSG“, „við“ eða „okkur“) leggur ríka áherslu á að vernda persónuupplýsingar þínar.
Í persónuverndarstefnu okkar er gerð nánari grein fyrir því með hvaða hætti SSG sem ábyrgðaraðili gagna safnar og vinnur úr persónuupplýsingum um þig. Þar er því einnig lýst hvaða réttindi þú hefur sem skráður aðili og með hvaða hætti þú getur nýtt þér þau réttindi.
Ef þú hefur frekari spurningar um þessa persónuverndarstefnu er þér velkomið að hafa samband með því að senda okkur tölvupóst á netfangið privacy@ssgsolutions.com. Ítarlegri samskiptaupplýsingar er að finna neðst í þessari stefnu.
Í þessari persónuverndarstefnu er m.a. gerð grein fyrir eftirfarandi:
- SSG sem ábyrgðaraðili gagna
- Þín réttindi
- Í hvaða tilgangi og með hvaða hætti við söfnum og vinnum úr persónuupplýsingum um þig
- Með hverjum við deilum persónuupplýsingum
- SSG sem vinnsluaðili gagna
- Hvernig þú getur haft samband við okkur
Við munum hugsanlega gera breytingar á þessari persónuverndarstefnu. Nýjasta útgáfa persónuverndarstefnunnar er ævinlega aðgengileg á vefsvæði okkar. Persónuverndarstefnan er aðgengileg á nokkrum mismunandi tungumálum. Ef misræmi kemur upp milli útgáfa á mismunandi tungumálum skal sænska útgáfan gilda.
1. SSG sem ábyrgðaraðili gagna
SSG er ábyrgðaraðili gagna hvað varðar vinnslu persónuupplýsinga sem lýst er í þessari persónuverndarstefnu.
Í tilteknum tilvikum gegnir SSG hlutverki vinnsluaðila gagna hvað varðar persónuupplýsingar gagnvart viðskiptavinum sínum. Þegar svo er tekur viðskiptavinurinn ákvörðun um vinnslu persónuupplýsinga sem SSG framkvæmir. Frekari upplýsingar er að finna í hlutanum „SSG sem vinnsluaðili gagna“.
2. Réttindi þín sem skráður einstaklingur
Þegar SSG vinnur úr persónuupplýsingunum þínum hefur þú sem skráður einstaklingur ýmis réttindi. Þessi réttindi eru tilgreind í gildandi lögum um persónuvernd og er lýst nánar hér á eftir. Þessi réttindi eru einnig með tilteknum takmörkunum, sem SSG tekur mið af. Ef þú vilt nýta þér einhver þinna réttinda ertu beðin(n) að hafa samband við SSG með því að nota samskiptaupplýsingarnar sem eru gefnar upp í þessari persónuverndarstefnu. Þú berð engan kostnað af því að nýta þér réttindi þín.
SSG getu í tilteknum tilvikum hafnað beiðni um að nýta réttindi, t.d. ef beiðni um slíkt frá þér reyndist augljóslega vanreifuð, óréttmæt eða ítrekuð. Í slíkum tilvikum mun SSG hugsanlega leggja á umsýslugjald fyrir að meðhöndla beiðnina.
SSG svarar fyrirspurnum um réttindi skráðs einstaklings við fyrsta tækifæri og aldrei síðar en innan eins mánaðar frá því að þú hafðir samband við SSG. Ef beiðnin er flókin eða óvenju margar fyrirspurnir hafa borist áskilur SSG sér rétt til að lengja svartímann um tvo mánuði til viðbótar og mun í slíkum tilvikum upplýsa þig um það.
Þú getur fengið frekari upplýsingar um réttindi skráðra einstaklinga á vefsvæði Integritesskyddsmyndigheten (Persónuverndar í Svíþjóð), https://www.imy.se/privatperson/dataskydd/dina-rattigheter/.
Sem skráður einstaklingur hefur þú eftirfarandi réttindi (smelltu á viðkomandi réttindi til að fá frekari upplýsingar);
3. Vinnsla persónuupplýsinga hjá SSG
SSG notar persónuupplýsingar í mismunandi tilgangi og á mismunandi vegu, allt eftir tengslum þínum við SSG. Hér að neðan er yfirlit yfir vinnslu persónuupplýsinga SSG og tengdan tilgang. Undir hverri fyrirsögn finnur þú einnig ítarlegar upplýsingar um hvernig við notum persónuupplýsingar.
4. Deiling persónuupplýsinga og viðtakendur
SSG deilir persónuupplýsingum með þriðja aðila til að veita þjónustu SSG og starfrækja starfsemi SSG. Gengið er út frá því að viðtakandi beri ábyrgð á að tryggja að meðhöndlun viðtakanda á persónuupplýsingum sé framkvæmd á öruggan, löglegan og réttan hátt.
SSG deilir persónuupplýsingum með fyrirtækjum viðskiptavina og öðrum aðilum sem tengjast þjónustunni. Að auki notar SSG persónuvinnsluaðila til að veita þjónustuna og reka starfsemi SSG. Persónuupplýsingum verður einnig hugsanlega deilt með yfirvöldum og öðrum viðtakendum í sérstökum tilvikum.
5. Hvar vinnum við með persónuupplýsingar þínar?
SSG leitast við að vinna ævinlega úr persónuupplýsingum innan Evrópska efnahagssvæðisins, sem nær yfir ESB („EES“).
Í sumum tilvikum gæti SSG þurft að vinna úr persónuupplýsingum utan EES (í svokölluðu þriðja landi), til dæmis þegar þjónustuaðili vinnur úr persónuupplýsingum í þriðja landi. Hafðu samband við okkur ef þú þarft að fá frekari upplýsingar um hvaða þriðju landa flutninga við framkvæmum í tilteknum tilvikum.
Ef persónuupplýsingar eru fluttar til þriðja lands beitir SSG ráðstöfunum til að tryggja að persónuupplýsingarnar séu áfram verndaðar og að flutningurinn sé í samræmi við gildandi löggjöf um gagnavernd. Við flutning til þriðja lands reiðir SSG sig annað hvort á stöðluð samningsákvæði framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eða ákvörðun um fullnægjandi gögn sem flutningsferli. Lista yfir lönd þar sem ákvörðun um fullnægjandi gögn er í gildi er að finna á vefsvæði framkvæmdastjórnarinnar hér og stöðluð samningsákvæði er að finna á vefsvæði framkvæmdastjórnarinnar hér. Í vissum undantekningartilvikum má einnig tilgreina aðrar ástæður samkvæmt 49. gr. almennu persónuverndarreglugerðarinnar sem grundvöll fyrir flutningum gagna til þriðja lands.
6. Lögmætir hagsmunir SSG og þörfin fyrir örugga auðkenningu
SSG hefur marg skonar lögmæta hagsmuni af vinnslu persónuupplýsinga, sem lýst er í hinum ýmsu hlutum hér að ofan. Að auki hefur SSG almenna lögmæta hagsmuni af því að veita þjónustu sína til fyrirtækja sem kjósa að kaupa þjónustu frá SSG. SSG leggur mat á hvort að eðlilegt jafningjasamband sé milli SSG og skráðra einstaklinga. Skráðir einstaklingar eru einkum aðiilar sem eru tengdir fyrirtækjum sem kjósa að nota SSG. Persónuupplýsingar eru unnar innan ramma þeirrar þjónustu sem fyrirtæki kaupa og/eða notandinn notar, þar á meðal deiling upplýsinga til tengdra viðskiptavina og þjónustuveitenda. Notandinn hefur einkum möguleika á að hafa umsjón með persónuupplýsingum sínum innan þjónustunnar.
Persónuupplýsingar eru notaðar í ákveðnum tilvikum til að vernda hagsmuni SSG, þróa viðskiptin og á annan hátt gera SSG að sinna sinni starfsemi á ábyrgan hátt og með áherslu á heiðarleika, öryggi og gagnavernd.
Mat SSG er að skráðir einstaklingar megi vænta þess að SSG vinni úr persónuupplýsingum skráðra einstaklinga þegar þjónusta SSG er veitt. SSG framkvæmir aðeins vinnslu persónuupplýsinga sem er innan ramma ábyrgs og áreiðanlegs upplýsingatækniþjónustuveitanda og sem skráði einstaklingurinn getur búist við að komi að vinnslunni. SSG telur því almennt að SSG geti framkvæmt ofangreinda vinnslu á grundvelli lögmætra hagsmuna.
Vinnsla kennitölu er réttlætanleg með hliðsjón af mikilvægi öruggrar auðkenningar, að réttur aðili hafi lokið þjálfun, að vottanir og vottorð séu gild fyrir tiltekinn einstakling og til að safna persónuupplýsingum ef þær eru rétt skráðar (til dæmis í ráðningarferlum eða við öflun vottana frá þriðja aðila).
7. SSG sem vinnsluaðili gagna
Í tilteknum tilvikum gegnir SSG hlutverki vinnsluaðila gagna hvað varðar persónuupplýsingar gagnvart viðskiptavinum sínum. Þetta á við um þær þjónustur þar sem viðskiptavinur ákvarðar í veigamestu atriðum tilgang og aðferðir við vinnslu persónuupplýsinga sem SSG framkvæmir. Dæmi um þetta er þegar SSG veitir þjónustu sem hefur þann tilgang að uppfylla lagaskyldur viðskiptavinarins.
Þegar SSG er vinnsluaðili persónuupplýsinga getur SSG ekki veitt upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinganna. Ef þú hefur spurningar um vinnsluna skaltu hafa samband við fyrirtækið sem vinnur úr persónuupplýsingum þínum.
8. Kökur
SSG mun hugsanlega safna persónuupplýsingum með því að nota svokallaðar kökur. Frekari upplýsingar um hvernig við meðhöndlum kökur er að finna í stefnu okkar um kökur og á vefsvæði okkar.
9. Gagnaverndarfulltrúi SSG
Hjá SSB starfar tilgreindur gagnaverndarfulltrúi. Ef þú vilt hafa samband við gagnaverndarfulltrúa SSG skaltu hringja í síma +46 (0)60-14 15 10 eða með því að senda tölvupóst á netfangið privacy@ssgsolutions.com.
10. Samskiptaupplýsingar
Þér er velkomið að hafa samband við SSG ef þú hefur spurningar um þessa persónuverndarstefnu, vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum eða nýtingu réttinda þinna og til að koma skoðunum þínum á framfæri. Þú getur haft samband við okkur í síma +46 (0)60-14 15 10 eða með tölvupósti á netfangið privacy@ssgsolutions.com.