SSG Supplier – Sjálfvirkt eftirfylgnikerfi fyrir birgja í iðnaði
SSG Supplier er stafræn þjónusta sem safnar sjálfkrafa saman, rýnir í og sannreynir upplýsingar frá birgjum. Þjónustan gátar upplýsingar á grundvelli fyrirfram skilgreindra krafa um t.d. gæði, umhverfismál, hagkvæmni og vinnurétt. Upplýsingarnar eru gerðar aðgengilegar í vefviðmóti og uppfærðar í rauntíma.
SSG Supplier einfaldar störfin fyrir alla. Sem viðskiptavinur getur þú fylgst með þínum birgjum á einum og sama staðnum og fengið nýuppfærðar upplýsingar og sem birgir þarftu aðeins að færa inn upplýsingar þínar á einum stað og þá er hægt að leita að þér í þjónustunni. Auk þess lætur SSG Supplier þig vita ef þú þarft að uppfæra þínar upplýsingar.
SSG Supplier safnar öllu sem máli skiptir saman í einu kerfi:
- Grunnupplýsingar
- Fjárhagslegar upplýsingar
- Gæði
- Umhverfi
- Vinnuvernd
- Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja (CSR, Corporate Social Responsibility)
- Upplýsingaöryggi
Fyrir viðskiptavini
Sem viðskiptavinur færð þú aðgang að miðlægum verkvangi þar sem er einfalt að:
- Leita með síun á birgjum sem uppfylla þínar kröfur - með sjálfvirkum hætti
- Sleppa við handvirka umsýslu gagna, leyfa og vottorða
- Fylgja eftir upplýsingum um birgja og verktakafyrirtæki
- Minnka hættuna á mistökum í reglufylgni, til dæmis í tengslum við vinnurétt og útvistun
- Fá beina tengingu við Access-kerfið og tryggja rétta færni stafrænt
Kostirnir fyrir þig sem viðskiptavin: Minni umsýsla, bætt reglufylgni og aukið öryggi við val á birgjum.
Fyrir birgja
Einföld og skilvirk leið fyrir birgja til að verða sýnilegri, afla sér staðfestinga og auka viðskiptin:
- Skráðu allar upplýsingar um þig í einu, í skýru og aðgengilegu vefviðmóti:
- Gerðu þig sýnilegan við leit viðskiptavina um allt landið
- Fáðu nákvæmar upplýsingar um þær kröfur sem gilda fyrir mismunandi starfsstöðvar
- Fáðu aðstoð við að uppfylla kröfur - og fáðu sjálfkrafa samþykki ef þú mætir þeim
- Fáðu ámininingar þegar þú þarft að uppfæra upplýsingarnar þínar - þannig má forðast óþarfa höfnun
Kostirnir fyrir birgja: Fleiri viðskiptatækifæri, minni pappírsvinna og aukinn sýnileiki - vandkvæðalaust.
Viðskiptavinur: Prófaðu þjónustuna ókeypis í 3 mánuði!
Að því tímabili liðnu greiðir viðskiptavinur fyrir ársleyfi. Fræðsluefni og aðstoð við uppsetningu fylgir. Ef þú þarft frekari upplýsingar skaltu hafa samnband við okkur.
Birgir
Árlegt verð fyrir leyfi grundvallast á veltu fyrirtækisins:
- 0–2 milljónir EUR: 100 EUR á ári
- 2-10 milljónir EUR: 440 EUR á ári
- Yfir 10 milljónir EUR: 890 EUR á ári
Viltu vita meira?
Sendu inn upplýsingar þínar og við höfum samband fljótlega