SSG Entre/Contractor Safety

""
Þjónusta
SSG Entre/Contractor Safety
Aðgengilegt í eftirfarandi löndum
Svíþjóð, Bretland, Finnlandi, Noregur, Íslandi, Frakklandi, Pólland, Spáni

Verktakar þurfa oft að fara milli mismunandi gerða mannvirkja og yfir landamæri, þar sem þeir mæta mismunandi venjum, vinnuaðferðum og áhættuumhverfi. Þegar færni og þekking eru ekki alls staðar á sama stigi eykst hættan á alvarlegum tilvikum og slysum.

Til að mæta þessari áskorun hafa aðilar í iðnaði, í samstarfi við SSG, þróað SSG2200 - Kröfur um öryggisnámskeið fyrir verktaka. Þetta er sameiginlegur staðall sem er til grundvallar námskeiði SSG Entre/Contractor Safety - en það er stafræn fræðsluleið sem tryggir að allir verktakar fái sömu undirstöðufræðsluna um vinnuvernd og öryggi, óháð því hvaða starfsstöð þeir eru að vinna á hverju sinni.

Þessi fræðsla er áskilin til að hægt sé að framkvæma verk á mörgum starfsstöðvum og virkar sem samþættur öryggisventill fyrir iðnaðargeirann í heild.

  • Sameiginlegur staðall sem eykur öryggi
  • Minni umsýsla fyrir bæði verktaka og starfsstöðvar
  • Að grunnnámskeiði loknu er hægt að bæta við sig námskeiðum sem tengjast sértækum viðfangsefnum
"Markmiðið er að gera starfið skilvirkt og að við þurfum ekki að skipuleggja og leiða allt fræðslustarf, heldur getum einfaldlega vísað fólki á að sækja námskeið SSG Entre/Contractor Safety."
Andreas Volden, verkefnaþróunarstjóri, Ranheim Paper & Board
""

Svona einfalt er að staðfesta þína færni:

Þegar þátttakendur námskeiðsins hafa náð lágmarkseinkunn og fengið prófskírteini fær þátttakandinn líka aðgangskort. Við komu á starfsstöð er kortið lesið í kortalesara til að staðfesta það og tryggja að hæfniskröfur á viðkomandi starfsstöð séu uppfylltar. 

Á mörgum starfsstöðvum er gerð krafa um að starfsmenn hafi lokið sértæku viðbótarnámskeiði við námskeið SSG Entre/Contractor Safety, með hliðsjón af sértækum áhættuþáttum, reglum og verkferlum. Þetta sértæka námskeið er einnig hægt að sækja gegnum vefsvæði SSG. 

Starfsstöðvar sem gera kröfur

Finndu allar starfsstöðvar í iðnaði sem gera kröfu um námskeið SSG Entre/Contractor Safety.

Stafræn stoðkerfi

Kerfið okkar auðveldar aðgangsstýringu og tryggir að rétt færni sé til staðar, til dæmis við viðhaldsstopp og viðamikil verkefni.

  • Aðgangsstýring er framkvæmd handvirkt eða sjálfvirkt í gegnum Rest-API
  • Fylgist með kröfum um námskeið gegnum SSG On site
  • Það er auðvelt að hafa eftirlit með námskeiðum í fræðslugáttinni okkar

Sæktu SSG On site-appið, þér að kostnaðarlausu

Þetta er ekki bara enn eitt appið - heldur ómissandi félagi sem veitir upplýsingar, auðveldar samstarf og gerir vinnuna skilvirkari.

Viltu vita meira?

Sendu inn upplýsingar þínar og við höfum samband fljótlega

Persónuupplýsingar eru meðhöndlaðar í samræmi viðPersónuverndarstefna SSG