SSG Academy - Netnámskeið fyrir aðila í iðnaði

""
Þjónusta
SSG Academy
Aðgengilegt í eftirfarandi löndum
Svíþjóð, Bretland, Finnlandi, Noregur, Íslandi, Frakklandi, Pólland, Spáni

SSG Academy er þjónusta sem býður upp á netnámskeið fyrir aðila í iðnaði. SSG Academy leggur áherslu á öryggi, vinnuvernd, umhverfisvernd og tækni pg gerir þér kleift að tryggja að allir starfsmenn og verktakar hafi áskilda færni og þekkingu..

Námskeiðin eru kennslufræðilega hönnuð og nota kvikmyndaefni, hreyfimyndir og gagnvirk verkefni og það er hægt að ljúka þeim hvenær og hvar sem þér hentar. Þjónustan býður einnig upp á verkfæri fyrir stjórnsýslu og kröfustýringu, sem gerir það auðvelt að fylgja eftir hæfnisstigum og uppfylla lagalegar kröfur.

Sveigjanleiki sem eykur öryggi á starfsstöðvum

SSG Academy býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða, sem má skipta í þrjá flokka:

  • Grunnnámskeið: Grunnámskeið SSG veita undirstöðufræðslu um öryggi, vinnuvernd, heilsuvernd og öll tengd lög og reglugerðir. Til dæmis grunnnámskeið SSG fyrir verktakae sem er ætlað verktökum sem þurfa undirstöðuþekkingu til að geta unnið á iðnaðarstarfsstöðvum.
  • Staðbundin viðbótarnámskeið: námskeið með efni sem er aðlagað fyrir tilteknar starfsstöðvar. Viðbótargrunnnámskeið þar sem veittar eru upplýsingar um staðbundnar reglur, áhættuþætti, verkferli og sértækar kröfur sem eiga við um tilteknar starfsstöðvar.
  • Ítarlegri námskeið: námskeið þar sem er fjallað um sértæk efni á ítarlegri og tæknilegri hátt, t.d. rafmagn, öryggi verkferla, meðhöndlun íðefna eða netöryggi. Námskeiðin eru ætluð þátttakendum sem þurfa sértæka færni til viðbótar við grunnfærnina.

Grunnur

Grunnámskeið um öryggi. 

Á staðnum

Viðbótaröryggisnámskeið um gildandi viðmiðunarreglur fyrir þína starfsstöð. 

Ítarlegri upplýsingar

Námskeið um sértæk viðfangsefni. Til dæmi: eldsvoða, íðefni, örugga stöðvun, rafmagn. 

Búa til

Einstök námskeið sem hægt er að laga að aðstæðum og viðfangsefnum. 

""

Netnámskeiðateymi með innsýn í þarfir iðnaðargeirans

Námskeiðin okkar eru þróuð á grundvelli kennslufræði og er ætlað að endurspegla nýjustu tækniþróun og henta þörfum iðnaðargeirans í daglegum störfum. Allt námsefni er þróað innanhúss af netnámskeiðateymi okkar í nánu samstarfi við sérfræðinga innan geirans. Þannig er tryggt að fræðslan sé ævinlega í takt við þarfir samtímans, hagnýt og nýtist í daglegu starfi.

Það er þess vegna sem yfir 400.000 manns hafa þegar sótt námskeið hjá okkur - og það er líka þess vegna sem 94% þeirra telja að þeirra vinna verði öruggari að námskeiðinu loknu.

Byrjaðu þína vegferð þegar þér hentar og farðu þangað sem þér hentar

Námskeiðin okkar eru öll haldin á netinu og það er hægt að sækja þau hvar og hvenær sem er gegnum vefsvæðið okkar.

Við veitum þér fulla yfirsýn

Fáðu aðgang að aðgangskerfinu okkar (Access), þar sem þú getur kannað hvort verktakar uppfylli allar hæfniskröfur um aðgang. 

"Það verða allt of mörg vinnuslys í Svíþjóð og það á ekki hvað síst við um iðnaðargeirann. Markmið SSG er að stuðla að því að sem allra flestir komist heilir heim að loknum vinnudegi"
Linnéa Medelberg, vöruþróunarstjóri hjá SSG Academy.

Viltu vita meira?

Sendu inn upplýsingar þínar og við höfum samband fljótlega

Persónuupplýsingar eru meðhöndlaðar í samræmi viðPersónuverndarstefna SSG