SSG Safe Energy Isolation
Þegar viðhaldsvinna á að fara fram þarf oft að stöðva eða loka fyrir framleiðslu að hluta eða öllu leyti til að hægt sé að framkvæma viðhaldsverkið. Á þessu netnámskeiði er farið yfir þær reglur og þau verkferli sem eiga við um öryggi, m.a. lokun og stöðvun kerfa.
Það er undirstöðukrafa að hægt sé að sinna allri vinnu á öruggan hátt. Þrátt fyrir það verða of oft alvarleg slys í tengslum við viðhaldsvinnu, oft vegna lélegra samskipta og verkferla. Til að minnka hættu á slysum er mikilvægt að bæði fastráðnir starfsmenn og verktakar hafi góða þekkingu á lykilatriðunum.
Efni námskeiðsins
Meðal þess sem námskeiðið fjallar um er:
- Hugtök
- Hlutverk og verkflæði
- Mismunandi aflgjafar
- Raundæmi
- Ábyrgð og aðkoma stjórnenda
- Tilvikaskýrslur
Gerir þín starfsstöð kröfu um að starfsmenn hafi lokið námskeiði SSG um örugga einangrun orkubúnaðar?
Leita eftir starfsstöð, staðsetningu eða landi.
Framkvæmd
Námskeiðið fer fram á netinu og þar eru stuttir upplýsingaþættir fléttaðir saman við myndefni, raundæmi, sviðsmyndir og verkefni, sem er ætlað að stuðla að virkri þátttöku nemenda. Að námskeiði loknu er hægt að sækja rafrænt prófskírteini.
Markhópur
Stjórnendur, starfsfólk í framleiðslu og viðhaldi og verktakar.
Viltu vita meira?
Sendu inn upplýsingar þínar og við höfum samband fljótlega