Námskeið SSG um eldvarnir
Gagnvirkt námskeið sem fer fram á netinu og er ætlað starfsfólki í iðnaði, með áherslu á þekkingu á eldhættu og eldvörnum og markvisst forvarnarstarf.
SSG Fire Safety er hjálpartæki sem nýtist í innra eldvarnarstarfi iðnaðarfyrirtækja. Samkvæmt lögum er öllum fyrirtækjum skylt að sinna kerfisbundnu eldvarnastarfi, sem felur í sér fræðslu og miðlun upplýsinga um eldvarnir fyrir starfsfólk. Námskeiðið er almenns eðlis og nýtist innan mismunandi sviða í sænska iðnaðargeiranum. Námskeiðið er í boði á sænsku og ensku. Markmiðið með eldvarnarnámskeiðinu er að auka skilning allra starfsmanna á því hvernig eldur getur komið upp og hvernig má fyrirbyggja það. Námskeiðið var þróað í samstarfi við Brandskyddsföreningen (samtök um eldvarnir) og er bæði í boði í almennri útfærslu, sem hentar öllum iðnaðarsviðum, sem og sértækri útfærslu fyrir sögunarmyllugeirann.
Efni námskeiðsins
Meðal þess sem námskeiðið fjallar um er:
- Almenn þekking á eldvörnum
- Eldhætta
- Forvarnarkerfi og slökkviaðferðir
- Viðvaranir og leiðbeiningar
- Markvisst eldvarnarstarf
Gerir þín starfsstöð kröfu um að starfsmenn hafi lokið SSG Fire Safety?
Leita eftir starfsstöð, staðsetningu eða landi.
Framkvæmd
Námskeiðið fer fram á netinu og þar eru stuttir upplýsingaþættir fléttaðir saman við verklegar æfingar, kvikmyndir og gagnvirk verkefni, sem er ætlað að stuðla að virkri þátttöku nemandans. Í lok hvers námskeiðs er haldið próf úr efninu og þegar nemandi hefur staðist prófið getur hann sótt rafrænt prófskírteini.
Markhópur
SSG Fire Safety er gagnvirkt netnámskeið um eldvarnir sem er ætlað öllum starfsmönnum í iðnaðarfyrirtækjum.
Viltu vita meira?
Sendu inn upplýsingar þínar og við höfum samband fljótlega