SSG Cybersecurity OT

**
Gerð
Fer fram á netinu
Tímakvarði
120 min
Gildistími
3 ár
Aðgengileg tungumál
Info
Enska, Sænska, Finnska

Búðu þitt fyrirtæki undir netárásir og strangari lagakröfur - fyrsta skrefið í að koma á fót góðu netöryggiskerfi er að efla meðvitund um hættur hjá öllum sem starfa í rekstrartækniumhverfi.

Stafræn þróun hefur í för með sér aukna hættu á netárásum, einkum fyrir samtengd rekstrartæknikerfi sem stýra lykilferlum. Netárás getur valdið framleiðslustöðvun, tekjutapi og í versta falli alvarlegum slysum. Mannlegi þátturinn er enn sem komið er einn helsti áhættuþátturinn og því er lykilatriði að veita starfsmönnum góða fræðslu til að tryggja reglufylgni og vernd. Auk þess verða reglugerðir og lög sífellt strangari. 

SSG Cybersecurity OT er ítarlegt námskeið á sviði vinnuverndar og öryggis. Það var þróað af SSG ásamt fulltrúum úr iðnaðargeiranum. 

Markmið námskeiðsins er að auka áhættuvitund meðal þátttakenda með því að greina hættur og auka skilning á afleiðingum ófullnægjandi netöryggis með dæmum úr raunverulegum aðstæðum.

Námskeiðið auðveldar fyrirtækjum að uppfylla lagalegar kröfur (NIS2 og ný löggjöf í Svíþjóð) og er þannig liður í að forðast kostnað við sektir.

**

Efni námskeiðsins

Meðal þess sem námskeiðið fjallar um er:

  • Tengd kerfi í iðnaðarumhverfi
  • Netöryggi
  • Áhættuþættir
  • Breytingastjórnun
  • Líftímastjórnun
  • Kröfur og innkaupastefna
  • Uppsetning og innleiðing búnaðar og kerfa
  • Rekstur og umsjón
  • Sundurhlutun
  • Viðbragðsaðstæður
  • Lög, reglur og staðlar 
**

NIS2-tilskipunin og ný lagasetning í Svíþjóð

NIS2-tilskipunin, sem var samþykkt á vettvangi ESB í desember 2022, kemur í stað fyrri útgáfu af NIS-tilskipuninni. Í nýju tilskipuninni eru gerðar strangari kröfur um netöryggi í öllum ESB-ríkjunum, m.a. hvað varðar: 

  • Kröfur um áhættugreiningu
  • Öryggisaðgerðir svo sem markvissa fræðslu bæði starfsmanna og stjórnenda
  • Skýrslugerð um öryggistilvik
  • Virka aðkomu stjórnenda að málaflokknum

Tilskipunin tekur auk þess til fleiri geira en áður, þá einkum fyrirtækja sem eru talin samfélagslega mikilvæg eða sem veita mjög mikilvæga þjónustu.

Gerir þín starfsstöð kröfu um að starfsmenn hafi lokið SSG Cybersecurity OT?

Leita eftir starfsstöð, staðsetningu eða landi.

Framkvæmd

Námskeiðið fer fram á netinu og þar eru stuttir upplýsingaþættir fléttaðir saman við myndefni, raundæmi, sviðsmyndir og verkefni, sem er ætlað að stuðla að virkri þátttöku nemenda. Hverjum kafla lýkur á prófi úr námsefninu, til að tryggja að allir þátttakendur hafi tileinkað sér efnið.

Markhópur

Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna með eða uppfæra rekstrartæknikerfi, hvort sem þeir eru verktakar, birgjar, lausráðnir eða fastráðnir starfsmenn. 

Viltu vita meira?

Sendu inn upplýsingar þínar og við höfum samband fljótlega

Persónuupplýsingar eru meðhöndlaðar í samræmi viðPersónuverndarstefna SSG