SSG Cyber Security

5250 ISK
**
Gerð
Fer fram á netinu
Tímakvarði
30-45 min
Gildistími
1 ár
Aðgengileg tungumál
Info
Enska, Sænska, Finnska, Pólska

Stafræn þróun í iðnaðargeiranum er enn sem fyrr hröð. Mannlegur breyskleiki er staðreynd og netárásum hefur fjölgað mikið. Netárásir geta t.d. átt sér stað á kerfið ykkar, netkerfið, farsíma starfsmanna eða gegnum einstaklingsbundna notkun innri eða ytri búnaðar.

**

Netárásir verða sífellt algengari og geta haft alvarlegar afleiðingar:

  • Truflanir á rekstri: tekjutap og framleiðslustöðvun.
  • Gagnamissir: lykilupplýsingum um fyrirtæki er stolið eða þær eyðilagðar.
  • Skert orðspor: orðspor og traust viðskiptavina, fjárfesta og samstarfsaðila bíður hnekki.
  • Fjárhagslegar afleiðingar: mikill kostnaður við að setja aftur upp kerfi og endurheimta gögn, sem og að takast á við réttarfarslegar afleiðingar.
  • Öryggishætta: hætta skapast fyrir starfsfólk og almenning (t.d. ef um er að ræða starfsstöðvar þar sem unnið er með hættuleg efni).
  • Réttarfarslega og eftirlitstengdar afleiðingar: refsiaðgerðir yfirvalda, hafi áskildum öryggisstöðlum eða reglum um örugga varðveislu gagna ekki verið fylgt.

Markmið námskeiðsins

Að gera þína starfsmenn meðvitaðir um áhættuþætti. Einnig er hægt að tengja lokin námskeið við innskráningu starfsmanns. 

Markmið námskeiðsins er að auka meðvitund þátttakenda um þær alvarlegu afleiðingar sem netárás getur haft og fræða þá um öryggismeðvitað atferli sem getur komið í veg fyrir að fyrirtæki verði fyrir slíkri árás.

Efni námskeiðsins

Meðal þess sem námskeiðið fjallar um er:

  • Hvers vegna netöryggi er mikilvægt í iðnaðarumhverfi sem byggir á samtengdum kerfum
  • Hvað geta árásaraðilar vonast til að hafa upp úr krafsinu
  • Hvernig fer netárás fram
  • Áhættur og veikleikar
  • Hvernig getum við varið okkur

Gerir þín starfsstöð kröfu um að starfsmenn hafi lokið SSG Cyber Security?

Leita eftir starfsstöð, staðsetningu eða landi.

Framkvæmd

Námskeiðið fer fram á netinu og þar eru stuttir upplýsingaþættir fléttaðir saman við myndefni, raundæmi, sviðsmyndir og verkefni, sem er ætlað að stuðla að virkri þátttöku nemenda. Þegar nemandi hefur lokið námskeiðinu getur hann sótt rafrænt prófskírteini. 

Markhópur

Námskeið SSG um netöryggi er ætlað þeim sem vinna á vettvangi á starfsstöðum iðnaðarfyrirtækja (t.d. fastráðnum starfsmönnum og verktökum), með sérstakri áherslu á netöryggi fyrir tengd kerfi í iðnaði þar sem atferli einstaklinga hefur mikil áhrif. Námskeiðið veitir almenna fræðslu um netöryggi og er sérstaklega ætlað starfsfólki í iðnaði, en getur einnig nýst þér sem einstaklingi. 

Viltu vita meira?

Sendu inn upplýsingar þínar og við höfum samband fljótlega

Persónuupplýsingar eru meðhöndlaðar í samræmi viðPersónuverndarstefna SSG