Ráðstefnur og viðburðir
Á hverju ári skipuleggur SSG og tekur þátt í nokkrum spennandi ráðstefnum, viðburðum og kaupstefnum. Hvort sem viðburðirnir fara fram í raunheimum eða á netinu eru þeir ævinlega gagnlegur vettvangur til að skiptast á reynslu og þekkingu, sækja sér innblástur og mynda tengsl.
SSG Safety Conference
Á Öryggisráðstefnu SSG hittast verkfræðingar sem sérhæfa sig í vinnuvernd og öryggismálum, stjórnendur, sérfræðingar í heilbrigðis- og öryggismálum á vinnustað og starfsmenn í ýmsum öðrum faglegum hlutverkum á tveggja daga ráðstefnu þar sem starfsöryggi er í forgrunni.
SSG Electrical Safety Conference
Fundur SSG um rafmagnsöryggi er ráðstefna þar sem næstum 100 manns koma saman ár hvert og miðla reynslu sinni, kynna sér nýjungar í geiranum og styrkja tengslin við aðra á sama sviði.
SSG Fluid Systems Day
Ef þú vinnur við vökvakerfi, loftknúin kerfi og olíukerfi í Svíþjóð er þetta frábær vettvangur til að hitta félagana, fá innblástur, mynda tengsl og fá fræðslu.