Fræðslustofnunin Nercia hefur hafið samstarf við SSG Skillnation
17 október 2025
Þjónustan SSG Skillnation frá SSG Standard Solutions Group er í stöðugum vexti og nú hefur enn einn atkvæðamikill aðili slegist í hópinn. Fræðslustofnunin Nercia hefur gengið til liðs við færniverkvanginn okkar, sem þýðir að nú er hægt að skrá fræðslu og vottorð sem fást hjá þeim stafrænt hjá SSG Skillnation.
– Með því að tengja fræðslustarf okkar við verkvang SSG höfum við bæði einfaldað alla umsýslu og gert skipulag færniþróunar auðveldara. Þetta auðveldar viðskiptavinum okkar að finna réttu fræðsluúrræðin og tryggja að starfsfólk þeirra búi yfir áskilinni færni, segir Mattias Söderman hjá Nercia.
Micael Nyberg, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs hjá SSG Skillnationn hjá SSG Standard Solutions Group, lítur á þetta sem mikilvægt skref í þróun verkvangsins:
– Það er okkur sönn ánægja að bjóða Nercia velkomið til SSG Skillnation. Hið fjölbreytta úrval fræðsluúrræða á sviði iðnaðar, tækni og vinnuverndar sem fyrirtækið býður upp á gerir það að mikilvægum samstarfsaðila. Að fá fleiri fræðslustofnanir til samstarfs við verkvanginn styrkir þjónustuna og auðveldar iðnaðarfyrirtækjum að sinna og halda utan um fræðslustarf hjá sér.
Í gegnum þetta samstarf fá bæði fyrirtæki og starfsmenn skýrari yfirsýn yfir eigin færni og vottorð og vinnuveitendur geta sannreynt hratt og auðveldlega hvort starfsmaðurinn býr yfir áskilinni færni. Að Nercia og aðrir sambærilegir aðilar skuli vera að ganga til liðs við okkur er skýrt merki um að stafræn umsýsla með færniupplýsingum sé rétta leiðin til framtíðar í iðnaði. SSG Skillnation verður þannig sjálfgefinn staður þar sem færni og vinnumarkaður tengjast saman á nútímalegan og stafrænan hátt.