Öryggi og samvinna ofar öllu: Hlutverk SSG í námavinnslugeiranum á Norðurlöndunum
17 október 2025
Námur eru mikilvægur vinnuveitandi í finnskum héruðum, en það er líka mikilvægt að taka mið af víðtækari sjónarmiðum með hliðsjón af nágrannalöndunum. Á norðlægari svæðunum eru landamæri ekki endilega nein hindrun, enda eru sum fyrirtæki, og starfsmenn þeirra, oft að störfum í bæði Finnlandi, Svíþjóð og Noregi, án nokkurra vandkvæða.

Jaakko Antikainen, svæðisstjóri hjá SSG Finland.
„Samstarf þvert á landamæri færir okkur fjölbreyttari og sveigjanlegri tækirfæri. Jafnvel þótt fyrirtæki séu í innbyrðis samkeppni njóta allir góðs af víðtæku samstarfi sem varðar sameiginlegar forsendur allra á okkar sviði. Vinnuvernd er frábært dæmi um þetta, þar sem samvinna, samþættir starfshættir og upplýsingamiðlun skila meiri ávinningi fyrir alla aðila en samkeppni,“ segir Jaakko Antikainen, svæðisstjóri hjá SSG Finland.
SSG hefur lengi átt í samstarfi við ýmsa aðila í námuiðnaðinum í Svíþjóð og hefur þegar getið sér gott orðspor í Finnlandi, ekki síst vegna vandaðrar þjálfunar og fræðslu á sviði vinnuverndar.
SSG er meðlimur í Mining Finland, samtökum sem stuðla að útflutningi á finnskri tækni og hugviti í námuvinnslu, hvetja til erlendra fjárfestinga í finnska námugeiranum og greiðir fyrir samstarfi á sviði rannsókna og menntunar milli aðila í námuiðnaðinum sem starfa í Finnlandi eða eiga samstarf við finnsk fyrirtæki.
„Heilbrigðis- og öryggismál í námuiðnaðinum hafa batnað til muna, með tækniframförum, traustari öryggisreglum og bættum fræðsluráætlunum, sem allt stuðlar að öruggara vinnuumhverfi. Þessar aðgerðir hafa fækkað slysum og aukið öryggi starfsmanna, sem sýnir jákvæðan árangur af viðvarandi skuldbindingu í öryggismálum. En það er samt alltaf val að leggja áherslu á öryggismðál og þess vegna stuðla jákvæð öryggismenning og fyrirbyggjandi aðgerðir að öruggu vinnuumhverfi á öllum starfsstöðvum,“ segir Aleksi Salo, stjórnarmaður í Mining Finland.
Lasse Kauppinen, sem einnig er stjórnarmaður í Mining Finland, bætir við: „Víðtæk fræðsla um öryggismál bætir öryggismenningu allra aðila sem að eiga hlut að máli. Einnig er hægt að bæta öryggi á vinnustað með því að nýta sér nýjustu stafrænu verkfærin."
SSG stefnir að því að stuðla að öruggari vinnustöðum í námuiðnaðinum og vonast til að aðild að Mining Finland muni styrkja enn frekar tengslin innan greinarinnar.
„Ef við getum fækkað slysum í námunum með þessu samstarfi kemur það öllum til góða. Markmið SSG er að leggja sitt af mörkum til að byggja upp norrænt samstarfsnet um vinnuvernd og styrkja sameiginlegar starfsvenjur, þar sem námuiðnaðurinn er einn af lykilgeirunum sem við höfum valið að leggja áherslu á,“ segir Jaakko Antikainen.