""

SSG færir út kvíarnar á alþjóðavettvangi – aukinn áhugi í m.a. Póllandi og Þýskalandi

17 október 2025

SSG Standard Solutions Group heldur áfram að efla starfsemi sína á alþjóðavettvangi og áhuginn á þjónustu okkar fer vaxandi í bæði Póllandi og Þýskalandi. Þessi auknu umsvif eru eðlilegt skref í langtímastefnu fyrirtækisins um að eiga öflugt samstarf við veigamikla aðila í geiranum og verða augljós valkostur í samstarfi á evrópskum markaði.

Í dag er SSG með starfsemi á öllum Norðurlöndunum, með aðalskrifstofu í Sundsvall í Svíþjóð og smærri skrifstofur í bæði Noregi og Finnlandi, sem og samstarfsaðila á Íslandi. Næsta skref verður að þróa starfið áfram á grundvelli fenginnar reynslu, í því skyni að mæta aukinni eftirspurn á svæðum sunnar í Evrópu.

– Við höfum orðið vör við mikill áhuga á þjónustunni okkar undanfarið, ekki síst í Póllandi og Þýskalandi, þar sem eftirspurnin eftir þjónustu okkar hefur aukist mikið. Markmið okkar er að veita viðskiptavinum okkar í þeim löndum sömu frábæru þjónustuna og í Svíþjóð og hinum Norðurlöndununum, segir Peter von Bahr, Chief Revenue Officer hjá SSG.

Til lengri tíma munum við m.a. leggja áherslu á að treysta samstarf við aðila á hverjum stað, til að geta boðið upp á þjónustuna í nærumhverfi og þróað hana um leið til framtíðar.

– Með nánu samstarfi verður auðveldara að átta sig hratt á þörfum markaðarins og veita þá þjónustu sem mestu skiptir. Við hlökkum til að styrkja enn þetta samstarf, sem stuðlar að sjálfbærara, öruggara og skilvirkara starfi í okkar geira í Evrópu, segir David Thelin, Global Partner Manager hjá SSG.