SSG Skillnation í samstarfi við Ramirent – styrkari umsjón og aukin yfirsýn yfir færni í iðnaðargeiranum
17 október 2025
SSG Skillnation, nýr stafrænn vettvangur fyrir stjórnun hæfni í iðnaði frá SSG Standard Solutions Group, er stolt af að kynna nýtt samstarf við Ramirent, sem er eitt af leiðandi vélbúnaðarleigufyrirtækjum Evrópu og býður einnig upp á þjálfun á sviðum eins og lyftum, vinnuvernd, notkun vinnupalla og fleiru.
Með því að geta nýtt sérþekkingu Ramirent í SSG Skillnation aukast möguleikarnir á því að fá yfirsýn yfir heildarfærni í iðnaði á einum og sama staðnum. Markmiðið er að lágmarka áhættu, auka öryggi á vinnustöðum og stuðla að aukinni framleiðni starfsmanna með aukna og fjölbreytta færni.

David Thelin, viðskiptaþróunarstjóri hjá SSG Skillnation.
– Samstarfið við Ramirent er stórt skref fram á veginn fyrir SSG Skillnation. Nú aukum við þjónustuna með því að bjóða upp á enn fleiri færniþætti og tryggja að hægt sé að miðla og finna rétta færni á einum og sama staðnum. Það er hægt að skrá núverandi færni í Skillnation, jafnvel þótt fræðsluaðilar sem færninni tengjast séu ekki aðgengilegir, en um leið og við tengjum slíka aðila verða þeir samþættir við þín vottorð og aðgangskort, segir David Thelin, viðskiptaþróunarstjóri hjá SSG Skillnation.
Ramirent leggur ríka áherslu á að bjóða upp á vandaða fræðslu gegnum Ramirent-skólann, sem hefur það markmið að mæta auknum kröfum um öryggi, vinnuvistfræðilegar lausnir og vinnuvernd.
Sara Galli, stjórnandi Ramirent-skólans.
– Okkur er það sönn ánægja að geta gert nemendum okkar ferlið einfaldara. Í stað þess að þurfa að bíða eftir efnislegu vottorði um lokið námskeið verða slík votttorð nú send í tvo stafræna gagnagrunna - SSG Skillnation og ID06-færnigagnagrunninn - þegar að námskeiði loknu og um leið verða öll leyfi og skírteini aðgengileg þar. Þetta er líka í samræmi við metnað Ramirent um að minnka sóun umhverfisauðlinda , svo þarna er mörgu að fagna,“ segir Sara Galli, stjórnandi Ramirent-skólans.
Um Ramirent:
Ramirent er leiðandi á sviði fræðslu og öryggisfærni í bygginga- og iðnaðargeiranum. Með fræðlunni sem Ramirent býður upp á gerir fyrirtækið viðskiptavinum sínum kleift að vinna örugglega og skilvirkt, óháð stærð eða umfangi verkefnisins. Fræðslan sem er í boði er m.a.: Þjálfun í lyftiaðferðum, persónulegar fallvarnir, vinnupallar, vegavinna, heit vinna, heit vinna við eldfimar aðstæður, öruggar lyftiaðferðir með lyftibúnaði, lyftaraþjálfun, BAS P/U, lagaumhverfi fyrir verktaka, vinna á undirlagi með kvarsryki.