""

SSG Skillnation er sem fyrr í örum vexti – SVEBRA gengur til liðs við verkvanginn

17 október 2025

Nýr verkvangur SSG Standard Solutions Groups fyrir færni og vottorð í iðnaðargeiranum, SSG Skillnation, hefur tekið enn eitt skrefið fram á við. Okkur er mikil ánægja að bjóða SVEBRA (Svenska Brandsäkerhetsföretag) velkomin til samstarfs á verkvanginum okkar.

Í sameiningu leggjum við okkur fram um að safna saman allri sérþekkingu greinarinnar – öllum vottorðum, hæfni og hæfniprófum – stafrænt á sameiginlegum verkvangi. Með tengingu SVEBRA verður auðveldara fyrir iðnaðarfyrirtæki að fá skýra yfirsýn yfir færni og hæfni starfsmanna á sviði brunavarna, þá sérstaklega hvað varðar heita vinnu í eldfimu umhverfi.

Micael Nyberg, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs hjá SSG Skillnation.

– „Sérþekking SVEBRA á sviði brunavarna og sterk skuldbinding þeirra við greinina gerir þá að mikilvægum samstarfsaðila fyrir okkur og okkur er því sönn ánægja að bjóða þá velkomna í það sterka færnisamfélag sem SSG Skillnation mun skapa,“ segir Micael Nyberg, viðskiptastjóri SSG Skillnation.

SVEBRA er félag fagaðila sem sameinar leiðandi fyrirtæki Svíþjóðar í brunavarnamálum. Með vinnu sinni leggur félagið sitt af mörkum til að hækka rána hvað varðar öryggisviðmið í iðnaðar- og viðskiptaumhverfi. Aðildarfyrirtæki SVEBRA bjóða upp á fjölbreytta þjónustu og vörur sem tengjast brunavörnum, þar á meðal uppsetningu og viðhald brunavarnakerfa og þjálfun í notkun þeirra.

– Með því að bjóða upp á einfalda, skilvirka og sveigjanlega lausn fyrir starfsmenn okkar sem hafa vottun fyrir heita vinnu í eldfimu umhverfi auðveldum við viðskiptavinum okkar að skapa öruggari, snjallari og samkeppnishæfari viðskipti. Árið 2019 byrjaði SVEBRA að vinna með hugtakið "heit vinna í eldfimu umhverfi" sem fagsvið og hefur í dag vottað yfir 140.000 manns í slíkri vinnu. Með þessum mikla fjölda vottorða er tengingin við SSG nauðsynleg til að auðvelda vinnuna, segir Lukas Svärd, forstjóri SVEBRA.

SSG Skillnation er nýstárlegur vettvangur sem tekst á við mjög brýna áskorun í greininni: að hafa yfirsýn yfir og þróa hæfni starfsmanna. Með því að bjóða upp á lausn sem er auðveld í notkun, skilvirk og mælanleg hjálpum við viðskiptavinum okkar að skapa öruggara, snjallara og samkeppnishæfara viðskiptaumhverfi.

Um SVEBRA

SVEBRA vinnur að auknu brunaöryggi á öllum sviðum, þá sérstaklega með ráðgjöf, þjálfun, stöðlum og leiðbeiningum, en einnig með því að beita sér gagnvart stjórnvöldum og á öðrum vettvangi. Þeir eru fulltrúar atvinnugreinarinnar og gjarnan kallaðir til samráðs þegar stjórnvöld, staðlaráð og tryggingafélög þurfa á sérfræðiáliti að halda. SVEBRA stundar þessa samráðs- og upplýsingastarfsemi til að auka þekkingu á brunavörnum og vinnur markvisst að því að bæta brunavarnastarf í samfélaginu og fækka slysum og dauðsföllum vegna eldsvoða.