""

Nýtt netnámskeið frá SSG um öruggari starfsaðferðir fyrir rafmagn í iðnaði

17 október 2025

SSG Standard Solutions Group er nú að koma á fót nýju námskeiði á netinu sem er ætlað að auka öryggi í rafmagnsvinnu í iðnaðarumhverfi. Námskeiðið SSG: Öruggar starfsvenjur í vinnu við rafmagn byggir á staðlinum SSG 4500 og er ætlað starfsmönnum sem vinna með rafmagn, verkstjórum og öðrum sem á einhvern hátt sinna vinnu við rafmagn í iðnaði.

Það tekur um það bil 90 mínútur að ljúka námskeiðinu og það fer fram á netinu, sem þýðir að þátttakandinn getur ráðið því sjálfur hvar og hvenær hann lýkur því. Vottorð um að þátttakandi hafi lokið námskeiðinu og staðist gildir í þrjú ár. Þátttakandinn getur endurtekið námskeiðið hvenær sem er á því þriggja ára tímabili.

​– Markmið okkar er að gera fræðslu um rafmagnsöryggi aðgengilega, skýra og hagnýta fyrir alla sem vinna störf tengd rafmagni innan okkar geira. Þetta er mikilvægur liður í forvörnum gegn slysum og stuðlar að auku öryggi á vinnustöðum, segir Linnéa Medelberg, vörustjóri í SSG Academy hjá SSG Standard Solutions Group.

Linnéa Medelberg, vörustjóri í SSG Academy hjá SSG Standard Solutions Group.

​Á námskeiðinu er farið yfir öll lykilsvið rafmagnsöryggis: öryggisstefnu og ábyrgðarsvið, undirbúning fyrir vinnu við rafmagn, hvernig á að sinna verkinu, aðgerðir að verkinu loknu og hvernig á að bregðast við slysum. Þátttakendur fá verklega fræðslu, horfa á myndskeið og gera æfingar og auka þannig færni sína í að vinna á öruggan hátt við hættulegar aðstæður.

​– Við viljum að þátttakendur tileinki sér öruggar starfsaðferðir og skilji mikilvægi undirbúnings, áhættustjórnunar og ábyrgðar. Þannig leggjum við grunninn að öruggu vinnuumhverfi, segir Linnéa Medelberg.

SSG hyggst einnig bjóða upp á þetta námskeið með leiðbeinanda á vettvangi, í samstarfi við samstarfsaðila okkar.