LKAB Svappavaara eykur öryggið með SSG On site
17 október 2025
Í því skyni að einfalda miðlun upplýsinga og auka öryggi á LKAB Svappavaara hóf fyrirtækið að nota SSG On site árið 2023. Ári síðar vorum við áhugasöm um að kanna hvað þeim þætti um samskiptaappið okkar.
Þetta app eykur öryggi með ýmsum hætti
Heléne Rundgren, verkefnastjóri í vinnuvernd hjá på LKAB Svappavaara, hefur tekið virkan þátt í starfi hennar fyrirtækis á þessu sviði. Hún miðlar okkur af sinni reynslu og segir okkur hvernig SSG On site hefur gert þeirra rekstur öruggari og betri.
– Við í námurekstrargeiranum erum að vinna á mjög víðfeðmum svæðum og á hverju ári ráðum við til okkar fjölmarga
verktaka sem sinna ýmsum verkum. Eftir að við fórum að nota SSG On site gátum við gert öll samskipti sem tengjast öryggi og verkferlum okkar fyrirtækis stafræn. Við teljum að þetta auki öryggið með ýmsum hætti.
Hvernig auðveldar SSG On site vinnu okkar í tengslum við vinnuvernd?
- Sameiginleg gátt fyrir alla verktaka og LKAB-starfsmenn
- Mikilvægar og nýuppfærðar upplýsingar sem tengjast öryggi berast til fleiri aðila og án tafa
- Með sprettitilkynningum er auðvelt að upplýsa alla starfsmenn um þá sprengivinnu sem á að framkvæma í hverri viku fyrir sig.
„Þetta virkar bara mjög snurðulaust og vel. Ég, sem viðhaldstæknimaður, er í daglegum samskiptum við verktakana okkar. Sprettitilkynningar sem minna okkur á yfirvofandi sprengivinnu hafa verið sérlega gagnlegar í okkar daglegu störfum.“
Georgeta Pop, viðhaldstæknimaður hjá LKAB Svappavaara.
Eiginleikarnir sem eru í boði henta okkur í viðhaldsteyminu sérlega vel
Auðvelt að vista verkferli í appinu
– Það er sáraeinfalt fyrir verktakana að finna og verkferlin okkar í appinu og kynna sér þau, t.d. fyrir lokunaraðgerðir (LOTO) í starfsstöðinni okkar í Svappavaara.
Kort
– Verktakar geta á einfaldan hátt skoðað alla mikilvægustu hluta svæðisins í appinu.
Tenging við Access-kerfið
– Samstilling við Access-kerfið og öll námskeið okkar sem eru áskilin. Ef einhver verktakanna þarf frekari upplýsingar eða vill kynna sér öryggisupplýsingarnar okkar getur hann gert það í friði og ró í appinu.
Myndir þú mæla með þessari þjónustu við önnur fyrirtæki?
– Ekki spurning! Þetta hefur gert margt mun auðveldara en áður hjá LKAB Svappavaara.
Um LKAB Svappavaara
LKAB býður upp á sjálfbærar vörur úr járnblendi og steinefnum og sérvörur fyrir alþjóðamarkað. Frekari upplýsingar um LKAB í Svappavaara er að finna hér.