Vita allir hvernig á að aka lyfturum á réttan hátt?
17 október 2025
Umsjón með vinnusvæði þar sem lyfturum er ekið felur í sér mikla ábyrgð og krefst ítarlegra öryggisráðstafana. Ida Karlsson, ráðgjafi í vinnuvernd hjá SSG, segir okkur frá nokkrum veigamiklum atriðum sem þarf að hafa í huga til að tryggja öruggt vinnuumhverfi í tengslum við lyftaraakstur.

Ida Karlsson, ráðgjafi í vinnuvernd hjá SSG.
Færnivottorð og almenn hæfni
Fyrsta skrefið er að tryggja að allir sem aka lyfturum hafi fengið vottfesta fræðilega og hagnýta þjálfun í öruggri notkun slíkra véla. Slík þjálfun á að felag í sér fræðslu um eiginleika og virkni lyftarans og alla öryggisþætti, sem og hagnýta þjálfun í að nota lyftarann á öruggan hátt við mismunandi aðstæður. Að þjálfuninni lokinni er gefið út vottorð fyrir hvern þátttakenda.
Það er ekki aðeins stjórnandi vélarinnar sem þarf að hafa viðeigandi færni. Samkvæmt 20. grein reglugerðar sænska vinnueftirlitsins, AFS 2006:5, um notkun lyftara, skal „sá sem stýrir og hefur eftirlit með vinnu með lyfturum búa yfir nægilegri þekkingu, upplýsingum og reynslu til að tryggja að hægt sé að vinna verkið á öruggan hátt“. Það er mikilvægt að vinnuveitandinn eða fulltrúi hans hafi til að bera nægilega þekkingu til að geta metið færni lyftarastjórnanda, sem og hugsanlega þörf fyrir viðbótarþjálfun, til að geta notað vélina á öruggan hátt.
Skriflegt ökuleyfi
Vottorðið sem gefið er út að lokinni þjálfun, en dugar ekki eitt sér til að mega aka lyftara á starfsstöð. Hver starfsmaður verður einnig að fá skriflegt ökuleyfi sem gefið er út af vinnuveitandann. Þetta leyfi er sértækt fyrir þær aðstæður sem eru á viðkomandi starfsstöð og tilgreinir hvaða gerð lyftara leyfishafi má nota, sem og þau verkefni sem leyfishafi má sinna. Ökuleyfið er gefið út eftir að vinnuveitandi hefur fullvissað sig um að stjórnandi lyftunnar hafi nægilega þekkingu og reynslu og eftir að vinnuveitandi hefur upplýst starfsmanninn um alla áhættuþætti, sem og gildandi reglur á hverjum stað.
Á stórum vinnustað þurfa ábyrgir umsjónarmenn að setja skýrar verklagsreglur til að tryggja að allir sem stjórna lyfturum hafi til þess áskilið leyfi, hver frá sínum vinnuveitanda. Ábyrgir umsjónarmenn þurfa ennfremur að veita allar þær upplýsingar sem krafist er fyrir örugga notkun lyftara á vinnustað.
Reglubundið færnimat
Vinnuveitandi skal reglulega endurmeta færni lyftarastjórnandans og tryggja að ökuleyfið sé gilt. Ef vinnuumhverfið breytist, til dæmis þegar nýjar gerðir lyftara eru teknar í notkun eða ef verkefni breytast, getur þurft að bæta við þjálfun eða uppfæra ökuleyfið.
Vinnuumhverfi og hættumat
Áður en lyftarar eru notaðir á vinnusvæði verður vinnuveitandinn að láta framkvæma ítarlegt hættumat. Slíkt mat verður m.a. að fela í sér greiningu á hugsanlegum hættum, svo sem ónógu viðhaldi gólfflatar, þröngum rýmum og umferð gangandi vegfarenda. Á grundvelli þess mats þarf að beita viðeigandi öryggisráðstöfunum, svo sem að afgirða svæði, setja upp viðvörunarmerki og innleiða öryggisverkferla.
Viðhald búnaðar
Reglubundið viðhald lyftara og tengds búnaðar er ein mikilvægasta leiðin til að forðast tæknibilanir sem geta valdið slysum. Vinnuveitandinn skal gera áætlun um reglubundna skoðun og viðgerðir á lyfturum.
Skoðanir frá sænska vinnueftirlitinu
Árlega er tilkynnt um yfir 1000 slys sem leiða til veikindaforfalla hjá stjórnendum lyftara. Sænska vinnueftirlitið (Arbetsmiljöverket) er sem stendur að vinna að skoðun á landsvísu á öllum áhættuþáttum sem varða vinnu á lyfturum. Samtals verða framkvæmdar 2500 skoðanir og þarf af verða helmingur þeirra gerðar án fyrirvara.
Vinnueftirlitið hyggst skoða eftirfarandi:
- Að hleðslustaðir séu rétt útbúnir og með öllum tilhlýðilegum öryggisbúnaði, sem og að þeir séu vel loftræstir.
- Að farmur sé með tilgreinda hámarksþyngd eftir burðarþoli, sem og að gegnumaksturs- og árekstrarvarnir séu til staðar ef þörf krefur.
- Að ökumaður lyftarans hafi fengið skriflegt leyfi vinnuveitanda til að aka lyftaranum. Ef slíkt skriflegt leyfi liggur ekki fyrir verður vinnuveitandinn beittur fjársektum.
Lesa meira hér: Sérstakt eftirlit með vinnu við lyftara þar sem hætt er við slysum - Arbetsmiljöverket (av.se)
Tengill á reglugerðina um notkun lyftara, AFS 2006:5
Athugið! 1. janúar 2025 var þessari reglugerð, og öðrum gildandi reglugerðum, skipt út fyrir reglugerðir með annarri uppbyggingu og allar kröfur sem varða notkun lyftara færðar yfir í 4. kafla reglugerðarinnar AFS 2023:11.