Stafræn akstursleyfi: Skilvirk lausn fyrir iðnaðarfyrirtæki
17 október 2025
Útgáfa stafrænna akstursleyfa hjá iðnaðarfyrirtækjum er oft tímafrekt og flókið ferli. Umsýsla pappírsleyfa tekur mikinn tíma og það er oft hætta mistökum, auk þess sem kröfur í reglugerðum eins og GDPR (almenna persónuverndarreglugerðin) gerir umsýsluna flóknari. SSG hefur nú þróað stafræna lausn til að bregðast við þessum vanda.
Fram til þessa hafa iðnaðarfyrirtæki gefið út akstursleyfi fyrir vélar eins og lyftara og lyftubúnað með handvirkum hætti, en það getur leitt til þess að gögn týnast og eftirfylgnin verður flóknari. Ida Karlsson, ráðgjafi í vinnuvernd hjá SSG, leggur ríka áherslu á mikilvægi stafvæðingar:
– Þegar gögn á borð við vottorð, leyfi og eyðublöð eru gefin út hliðrænt, þ.e. á pappír, getur verið erfitt að halda utan um pappírshaugana, bæði fyrir vinnuveitandann og starfsmanninn. Stafrænar lausnir leysa mörg þeirra vandamála sem iðnaðarfyrirtæki þurfa að takast á við.

Markus Sjöholm, vörustjóri fyrir SSG On site.
Frá pappírsstöflum til stafrænna lausna
Mörg iðnaðarfyrirtæki hafa reynt að þróa sín eigin kerfi fyrir stafræna útgáfu akstursleyfa, en það getur verið dýrt og flókið í rekstri. Markus Sjöholm, vörustjóri hjá SSG, hefur fundið aðra lausn á þessu:
– Mörg fyrirtæki reyna að koma á fót sínum eigin stafrænu lausnum og kerfum. Vandamálið er að eigin kerfum fylgir oft mikið viðhald um ófyrirsjáanlegan tíma og krafa um þróun og breytingar. SSG býður upp á tilbúna lausn sem gerir enga kröfu um að fyrirtækið sem slíkt eignist kerfið eða þrói það áfram. Oft hafa fyrirtækin nægan aðgang að fjármunum og mannauði til verksins. Áskorunin felst hins vegar í því að þróa kerfi sem þriðju aðilar, svo sem verktakar, geta líka notað. Það er einmitt þetta vandamál sem við getum leyst.
Árið 2024 byrjaði SSG að þróa umsýslu leyfa fyrir starfsmenn í Workflow-eiginleikanum í appinu SSG On site. Meðal þess sem appið býður upp á er möguleiki á að gefa akstursleyfi út stafrænt, en sá eiginleiki hefur verið í boði frá janúar 2025 og er í samræmi við nýuppfærðar kröfur í AFS 2023:11.
Um Workflow
Workflow er aðgerð í SSG On site sem gerir það kleift að gera flæði stafræn, eins og fyrir meðhöndlun atvinnuleyfa, leyfa, staðbundinna skírteina og gátlista sem vinnustaðir vinna með við áhættusama vinnu. Þannig er hægt að gefa út akstursleyfi fyrir vinnuvélar, svo sem lyftara, gaffallyftara og færanlega vinnupalla, beint úr farsíma.
Hvernig virka stafræn akstursleyfi í Workflow?
Vinnuveitandi getur notað Workflow til að gefa út á einfaldan hátt allar gerðir akstursleyfa í gegnum SSG On site-appið. Starfsmaðurinn fær allar nauðsynlegar upplýsingar sendar beint í farsímann og getur staðfest eða hafnað innsendu akstursleyfi. Umsjónarmaður getur því næst kannað og samþykkt viðkomandi leyfi með því að nota stjórnandaviðmót kerfisins.
Þróunin heldur áfram
Á árinu 2025 hyggst SSG samþætta aðgerðina fyrir stafræn akstursleyfi við færnigagnagrunn sinn, SSG Skillnation. Með því verður staðfesting á færnivottorðum og öðrum vottorðum og leyfum gerð sjálfvirk, sem gerir ferlið enn skilvirkara.
– Það á að vera auðvelt að gera hlutina rétt - og það hefur aldrei verið auðveldara en nú, segir Markus Sjöholm, vörustjóri hjá SSG.