SSG Skillnation býður enn einn samstarfsaðilann velkominn í hópinn
17 október 2025
SSG Standard Solutions Group er stöðugt að efla og styrkja færniverkvanginn SSG Skillnation, nú síðast með því að bjóða lyftufræðsluráðið (LUR), sem er starfrækt gegnum fagaðilasamtökin Rentalföretagen, velkomið í hópinn. Þetta samstarf gerir kleift að bjóða upp á stafræna lausn sem einfaldar umsýslu með færnimati, þjálfun og vottorðum.
LUR starfrækir og þróar Liftläroplanen (LLP) („námskrá um lyftur“), sem er einn hornsteina staðlaðrar þjálfunar í notkun færanlegra vinnupalla. LUR gefur einnig út starfsleyfi til fyrirtækja og vottar leiðbeinendur sem skuldbinda sig til að fylgja LLP.

Björn Wilander, framleiðslustjóri hjá Rentalföretagen.
– LUR leggur áherslu á að bjóða samstarfsfyrirtækjum fjölbreytta valkosti við að skrá færni þátttakendanna og halda í við þróunina, sem er sífellt meira í átt stafrænum lausnum. Það er því frábær valkostur að skrá LUR-færni á SSG Skillnation, segir Björn Wilander, framleiðslustjóri hjá Rentalföretagen og fulltrúi í lyftufræðsluráðinu.
Allt frá fyrsta degi hefur SSG Skillnation vaxið hratt og þegar hafa yfir 28.000 fagmenn nýtt sér þennan verkvang til að hámarka eigin færni.
– Með samstarfi okkar við lyftufræðsluráðið getum við aukið sameiginlega færni okkar og þekkingu og nýtt hana á hagkvæmari hátt á öllum sviðum greinarinnar, sem við teljum mikinn hag í. Þetta er því skref til framfara og við vonum að fleiri stéttarfélög muni fylgja okkar dæmi, segir David Thelin, Global Partner Manager hjá SSG Standard Solutions Group.
Með SSG Skillnation er einfalt að safna upplýsingum um, sannreyna og vinna með færni starfsmanna og vottun, með stafrænum hætti í einu kerfi. Þetta sparar tíma, minnkar umsýslu og eykur öryggið, með því að tryggja að rétta manneskjan sé með réttu færnina fyrir hvert verkefni.