Helena Carell – SSG gefur í á alþjóðavettvangi
17 október 2025
Helena Carell er nýr yfirmaður alþjóðavæðingar og reglufylgni hjá SSG, en hún býr að dýrmætri reynslu í varnar- og öryggismálum, bæði úr opinbera geiranum og einkageiranum. Hún hefur m.a. starfað sem öryggisfulltrúi hjá sænska hernum, yfirmaður öryggismála hjá Vattenfall Eldistribution og aðstoðarforstjóri fyrirtækisins Air Target, sem framleiðir varnarbúnað.
– Eitt af mínum markmiðum er að auka færni og seiglu fyrirtækja þar sem tækni, stefnumótun og samfélagslegur ávinningur mætast. Ég tel að SSG bjóði upp á einstakt tækifæri til að vinna að frekari þróun innan iðnaðargeirans og auka færni hans til að leita nýrra úrræða með því að nýta öruggar, snjallar og stafrænar lausnir, segir Helena.
Stefnumiðuð færni í vinnuumhverfi sem einkennist af öryggishættum
Helena hóf starfsferilinn sem fagstjórnandi og hefur síðan gegnt margs konar stjórnendahluterkum á sviði vinnuverndar. heildstæðrar stefnumótunar og faglegs starfs í iðnaði. Hún lauk Executive MBA-prófi frá háskólanum í Stokkhólmi, með sérstakri áherslu á stefnumótun og stjórnun í flóknu starfsumhverfi.
– Þessi reynsla gerir mér kleift að vera fljót að kynna mér og skilja þarfir viðskiptavina okkar, sérstaklega hvað varðar öryggis- og reglufylgnimál, bæði á landsvísu og í alþjóðlegu samhengi.
Frá Jämtlandi til Stokkhólms – með allan heiminn sem vinnustað
Helena ólst upp í Åsarna og á eyjunni Frösön í Jämtlandi og hefur æft bæði reiðmennsku og skíðaskotfimi. Henni er því eiginlegt að setja sér markmið og skýra stefnu. Hún hefur búið í norðurhluta Stokkhólms í nokkur ár, ásamt fjölskyldunni og hundinn Texas, sem er Vorsteh-hundur sem elskar ævintýraferðir út í skógi.
– Ég hef mikla ánægju af hreyfingu - hvort sem það eru við hjólreiðar eða hlaup, á gönguskíðum eða svigskíðum, á veiðum eða í fjallgöngum. Á nýliðnu sumri datt mér svo í hug að prófa golf.
Þótt það sé talsvert langt á milli heimilisins í Stokkhólmi og höfuðstöðva SSG í Sundsvall gengur vinnan snurðulaust og vel.
– SSG er fyrirtæki sem nýtir stafrænar lausnir á mjög háþróaðan hátt og það er því ekkert mál að vinna að heiman þegar þannig ber undir. Ég reyni þó að mæta á staðinn í Sundsvall eins og oft ég get því það er gefandi og hvetjandi að vera innan um vinnufélagana og það er mikilvægt að hittast á fundum í eigin persónu. Auk þess útheimtir starfið talsvert mikið af ferðalögum um Evrópu og það er því hentugt að búa nálægt Arlanda-flugvelli.
SSG stendur styrkum fótum og á erindi við heiminn
Undanfarin ár hefur SSG vaxið hratt og örugglega og er nú að vinna að alþjóðavæðingu, sem er mjög spennandi verkefni. Þetta er þróun sem Helena telur mjög jákvæða.
– Mörg iðnaðarfyrirtæki eru með starfsemi í mörgum löndum, en áskoranirnar eru oftast þær sömu. Við samþættum samstarf fyrirtækja, stafræna verkvanga og kjölfestu í sænskum iðnaði með einstökum hætti. Með því að vinna samkvæmt skýrri stefnu um reglufylgni og öryggi, samhliða því sem fyrirtækið vex á alþjóðavettvangi, getum við styrkt stöðu SSG enn meira á heimsvísu.
Framtíðin er björt, en gerir einnig kröfu um öfluga teymisvinnu.
– Samvinna er það sem skilar okkur alla leið - og mér finnst mjög ánægjulegt að fá að taka þátt í því starfi.